Fréttir

Vegir og vegleysur – aðgerðir strax

Bílvelta á Skógarstrandarvegi í dag og fleiri í vikunni. Vatnsnesvegur svo holóttur að nálgast hættumörk. Vegurinn út á Reykjaströnd ófær vegna aurs og skriðufalla. Svona mætti áfram telja. Þannig hljóma fréttirnar nú dag eftir dag.Um marga þessa sveitar og héraðsvegi er þó börnum ekið daglega í skóla. Í haustmyrkri og rigningu vaðast þessir malarvegir upp í aur og holum og verða stórhættulegir og nánast ófærir.
Meira

Litadýrð á degi íslenskrar náttúru

Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Mörgum finnst náttúran aldrei jafn falleg og á þessum árstíma þegar haustlitirnir skarta sínu fegursta. September hefur boðið upp á nokkra dýrðardaga hvað veðrið snertir og þá er gaman að fanga með myndavélinni. Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður Feykis í Skagafirði í gær, og gefa þær smá innsýn í góða veðrið og haustlitina.
Meira

Skora á KS að endurskoða nýútgefin verð

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Skagafirði boðaði til opins fundar sl. mánudagskvöld vegna mikillar lækkunar á afurðaverði til sauðfjárbænda, sem nemur allt að 12%. Á fundinn mættu um 70 manns, sem má teljast gott þar sem um annasaman tíma er að ræða fyrir bændur en göngur og réttir voru þessa helgi.
Meira

Stólar á Tenerife – Kafli 2

Fyrsti leikur Tindastóls hér á Tenerife var móti Santa Cruz sem Jou Costa spilaði með á sínum yngri árum og þjálfaði svo síðar meir, [leikinn sl. miðvikudag]. Þetta lið var uppbyggt svipað og lið Tindastóls þ.e eldri hetjur sem kunna leikinn uppá 10 í bland við unga og upprennandi leikmenn með ferska fætur. Leikur Tindastóls var kaflaskiptur, vantaði áræðni í vörnina og lítið flæði í sóknarleik liðsins sem varð til þess að það hægðist heldur á leiknum sem var gegn uppleggi þjálfarans.
Meira

Alvarleg staða í íslenskum sauðfjárbúskap

Ég var á fundi í gærkvöld í Ljósheimum [mánudagskvöld: innsk. Feykir]. Þar fór Ágúst Andrésson sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga yfir helstu ástæður verðfellingar fyrirtækisins á kindakjöti til bænda, það er að segja útgáfu Kaupfélagsins á því. Hann hélt því fram að ástæðan væri eingöngu vegna útflutnings en innanlandsneyslan kæmi þessu máli á engan hátt við. Þarna er ég í grundvallaratriðum ÓSAMMÁLA sláturhússtjóranum.
Meira

„Það er meðal verkefna minna hér að fyrirtækin á Norðurlandi Vestra vaxi og dafni“

Hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV eru sjö starfsmenn í 6,5 stöðugildum, þar af fimm atvinnuráðgjafar. Hlutverk þeirra er meðal annars að liðsinna þeim sem vilja koma upp atvinnurekstri á starfssvæðinu sem nær yfir Húnaþing vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu. Einn þessara ráðgjafa er Magnús Bjarni Baldursson, sem tók til starfa á Blönduósi sl. vor. Blaðamaður Feykis hitti Magnús á föstudagseftirmiðdegi og spurði hann meðal annars út í starfið, bakgrunnin, áhugamálin og hvernig það er fyrir borgarbarn að flytjast á Blönduós.
Meira

Oddviti Pírata nýbökuð móðir

Eva Pandora Baldursdóttir efsti maður Pírata í Norðvesturkjördæmi og unnusti hennar Daníel Valgeir Stefánsson eignuðust stúlku sl. þriðjudag. Eva Pandora segir að litla daman hafi látið sjá sig eftir nokkuð langan aðdraganda.
Meira

Þungar áhyggjur vegna lækkunar á afurðaverði

Byggðarráð Húnaþings vestra lýsti á fundi sínum á mánudaginn yfir þungum áhyggjum vegna ákvarðana sláturleyfishafa um 8 –12% lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda í yfirstandandi sláturtíð.
Meira

Svar við pistli „Sjúkraflutningsmaður á rauðu ljósi á Blöndubrú“

Kæru Húnventningar nær og fjær, Ég, sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heibrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi, vil hér með svara fyrirspurn sem kom á Húnahornið í síðustu viku. Fyrirspurnin var um það hvernig því væri háttað ef sjúkraflutningsmaður á vakt færi í forgangsútkall og væri staddur heima hjá sér austan Blöndu? Hvernig hann ætti að komast í forgangsútkall ef hann lendir á rauðu ljós við brúnna?
Meira

Fundað verður með ráðherra um löggæslumál í Húnaþingi vestra

Löggæslumál á Norðurlandi vestra, ekki hvað síst í Húnaþingi vestra, hafa verið mikið í umræðunni í kjölfar þess þegar bíll fór í höfnina á Hvammstanga 24. ágúst sl. Sveitarstjórn og byggðaráð Húnaþings vestra hefur fjallað um viðbragðstíma lögreglu, og einnig hefur verið fjallað um aðstæður á Blöndubrú vegna viðhalds þar.
Meira