Vegna stuðningsyfirlýsingar ritstjóra Feykis við frambjóðanda VG
feykir.is
Aðsendar greinar
14.09.2016
kl. 08.40
Héraðsfréttablöð eru hverju samfélagi mikilvæg og við í Norðvesturkjördæmi gætum ekki hugsað okkur að vera án blaða eins og Feykis, Skessuhorns og Bæjarins besta, svo dæmi séu tekin. Það er líka gaman að lesa alvöru fréttir um alvöru fólk en ekki einungis þá sem prýða forsíðu glanstímarita. Duglegt og skapandi fólk í héraði fær gjarnan mikið pláss í héraðsfréttablöðum og héraðsfréttablöðin eru öflugur auglýsingamiðill. Ég les öll þessi blöð og hef gaman af.
Meira
