Fréttir

Sjúkraflutningsmaður á rauðu ljósi á Blöndubrú!

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig það verður leyst að koma sjúkraflutningsmönnum og öðrum viðbragðsaðilum yfir Blöndubrú hratt og örugglega, en eins og háttar til núna þá standa framkvæmdir yfir þar. Ef slys eða veikindi verða austan megin brúar og sjúkraflutningsmaðurinn sem er á vakt í það skiptið býr austan megin við brúna, þá er viðbúið að miklar tafir geti orðið.
Meira

Hestar - Handverk og Hamingja

Hin árlega stóðsmölun á Laxárdal í Austur Húnavarnssýslu fer fram nk. laugardag 17. sept og réttað verður í Skrapatungurétt daginn eftir. Á morgun föstudag verður forskot tekið á sæluna og riðið frá Húnaveri upp Þverárdal og í Gautsdal.
Meira

Senda þurfti pakkann suður til aftollunar

Anna Jóhannesdóttir á Hjaltastöðum í Skagafirði segist orðlaus yfir þjónustu Íslandspóst og „ferköntun þessa bákns,“ eins og hún orðar það. Hún segir farir pakka sem að misfórst í sendingu erlendis frá ekki sléttar. Sendingin innihélt tvo pakka og skilaði annar þeirra sér fljótt og vel. En þegar hinn pakkinn sér loks á Sauðárkrók, eftir að búið var að greiða tolla og gjöld af báðum pökkunum þegar sá fyrr barst, þurfti að senda hann suður til aftollunar og ekki víst að hann skili sér fyrr en eftir næstu viku.
Meira

Stólar á Tenerife

Aðfaranótt þriðjudagsins 13. september lögðu þrettán leikmenn og tveir þjálfarar (Aron M. Björnsson og José María Costa) körfuknattleiksdeildar Tindastóls af stað til að taka þátt í 30. Torneo de Baloncesto, gríðarsterku og sögufrægu körfuboltamóti í Höfuðborg Tenerife. Til að ferja liðið með sem bestu þægindum í flugið til Keflavíkur valdist laglegur hvítur Benz kálfur af ´91 árgerð keyrður rétt sunnan við 2 milljón kílómetra. Til að stýra herlegheitunum og tryggja verðmætan farminn var leikreyndasti leikmaður liðsins með rétt um 200 leiki, Svavar Atli Birgisson fenginn til að keyra stystu leið upp að flugvél.
Meira

Vegina í forgang

Það fróðlega við að taka þátt í forvali VG nú á síðustu vikum sumars er að fara um hið víðfeðma Norðvesturkjördæmi og hitta fólk. Allt frá Hvalfjarðarbotni um Akranes, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali , um sunnan verða Vestfirði, frá Patreksfirði til Ísafjarðar, um Strandir, Hólmavík í Árneshrepp, um Húnavatns- og Skagafjarðasýslur, norður í Fljót að austan og víðar.
Meira

Samningur um eflingu náms í Fisktækni á landsbyggðinni

Í síðastliðinni viku var samstarfssamningur milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Fisktækniskóla Íslands um áframhaldandi stuðning við eflingu og uppbyggingu náms í fisktækni undirritaður. Á vef ráðuneytisins segir að það hafi styrkt þetta verkefni frá árinu 2014 og á þessu ári verður grunnnám í fisktækni í boði á Sauðárkróki , Höfn í Hornafirði og Dalvík.
Meira

Konur eru konum bestar

Sjálfstyrkingarnámskeiðið Konur eru konum bestar verður haldið í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju þriðjudagana 27. september og 4. október. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, segir að að námskeiðið sé liður í safnaðarstarfinu, að bjóða upp á eitthvað uppbyggilegt.
Meira

Keppnisdagar í KS deildinni liggja nú fyrir

Dagsetningar keppnisdaga í KS-Deildinni fyrir veturinn 2017 liggja nú fyrir. Sjö lið keppa í deildinni og eru fjórir knapar í hverju liði. Þrír knapar úr hverju liði keppa í hverri grein. Það lið sem fær fæst stig eftir veturinn fellur úr deildinni. Árangur keppnisliða og einstaklinga er mældur í stigum.
Meira

Lagt til að átta kjörstaðir verði í Skagafirði

Byggðaráð Svf. Skagafjarðar hefur lagt til að kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna kosninga til Alþingis sem ráðgerðar eru 29. október 2016 verði eftirtaldir:Skagasel, Bóknámshús FNV, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn á Sólgörðum, Varmahlíðarskóli og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Meira

„Þekkileg og ljúf þjóðlagatónlist“

Eins og Feykir greindi frá á dögunum hafa Austur-Húnvetningurinn Hjalti Jónsson og kona hans, Lára Sóley Jóhannsdóttir, sent frá sér sína aðra plötu, Árbraut. Var hún plata vikunnar á Rás 2. Tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið og birtist gagnrýnin á vefnum ruv.is. Það er innihaldi plötunnar lýst sem þekkilegri og ljúfri þjóðlagatónlist með klassískum blæ.
Meira