Allur búnaður eins og best verður á kosið
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
18.06.2016
kl. 11.25
Glæsilegur sjúkrabíll, af gerðinni Benz Sprinter, kom á Blönduós á dögunum og leysir af hólmi eldri bíl sömu gerðar sem þar var fyrir. Er hann úr annarri sendingum af tveimur sem Rauði krossinn hefur látið innrétta í Póllandi og flutt til landsins, en fyrsta sendingin kom á síðasta ári. Að sögn Einars Óla Fossdal er allur búnaður í bílnum eins og best verður á kosið, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk.
Meira
