Fréttir

Um­hverf­is­spjöll­ af völdum olíuflutningabíls liggja ekki fyrir - FeykirTV

Mikil mildi þykir að ekki fór verr er olíuflutningabíl valt skammt frá bænum Höskuldsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði á sjöunda tímanum í kvöld. Ökumaður olíubílsins slapp án teljandi meiðsla en eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er bíllinn gjörónýtur. Lögregla og slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Skagafjarðar voru að störfum þegar blaðamanni Feykis bar að í kvöld.
Meira

Olíubíll fór útaf við Höskuldsstaði

Allt tiltækt lið Brunavarna Skagafjarðar, frá Sauðárkróki og Varmahlíð, er að störfum við Höskuldsstaði í Blönduhlíð þar sem olíubíll fór útaf um kl. 18:30 í kvöld og liggur þar á hvolfi utan vegar. Að sögn Vernharðs Guðnasonar slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar slapp ökumaður olíubílsins án teljandi meiðsla.
Meira

Tillaga að deiliskipulagi lóðanna Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 8. júní síðastliðinn að auglýsa tillögu að deiliskipulagi lóðanna Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1 á Sauðárkróki en samkvæmt vefsíðu sveitarfélagsins er skipulagssvæðið um 3 ha að stærð og afmarkast af Skagfirðingabraut, Hegrabraut, Sauðármýri og Ártorgi. Deiliskipulagstillagan felur í sér heimild til aukins byggingarmagns á lóðunum og breytinga á innbyrðis lóðarmörkum.
Meira

Jónsmessudagskráin hefst á fimmtudaginn

Dagskrár Jónsmessuhátíðarinnar á Hofsósi hefst á fimmtudagskvöldið með formlegri opnun á myndlistarsýningu Hallrúnar Ásgrímsdóttur frá Tumabrekku. Á föstudaginn og laugardaginn verður svo fjölbreytt dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Fjölskylduhátíð harmónikuunnenda í Skagafirði

Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda í Skagafirði hefur verið haldin um árabil, fyrst í Húnaveri þar sem félagið var lengi í samvinnu við Húnvetninga. Nú heldur Félag harmonikkuunnenda í Skagafirði hana öðru sinni á Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi hinum forna, helgina 24.-26. júní næstkomandi en þar er aðstaða fyrir gesti hin glæsilegasta.
Meira

Spáð þokubökkum við ströndina

Norðlæg átt og 3-10 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður skýjað með köflum og þokubakkar við ströndina. Hiti 7 til 15 stig, svalast á annesjum.
Meira

Fjölmennasti brautskráningarhópurinn úr ferðamáladeild

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum vorið 2016 fór fram við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði á föstudaginn var. Dagskráin var með hefðbundnum hætti og hófst með ávarpi rektors skólans, Erlu Bjarkar Örnólfsdóttur.
Meira

Niðurstöður Þytsfélaga á úrtökumóti fyrir Landsmót

Sameiginlegt úrtökumót Þyts, Neista, Glæsi og Skagfirðingi fyrir komandi Landsmót hestamanna var haldið á Hólum um helgina, enda styttist óðum styttast í mótið. Á vef Hestamannafélagins Þyts kemur fram að mikil skráning hefur verið á mótið, helgin var því hálfgert maraþon og tekin tvö rennsli.
Meira

Logn og blíða á sjómannadegi

Það var logn og blíða á Hofsósi á sjómannadaginn. Hátíðarhöldin þar hófust laust eftir hádegi á sunnudaginn, með helgistund í kvosinni þar sem sr. Halla Rut Stefánsdóttir predikaði og lagður var blómsveigur að minnisvarða um látna sjómenn.
Meira

Framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks hefjast í haust

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks hefur samþykkt að farið verði í hönnun byggingarnefndarteikninga og kostnaðargreiningu á breytingum á Sundlaug Sauðárkróks samkvæmt fyrirliggjandi drögum frá Úti og inni arkitektum, sömu og teiknuðu viðbyggingu Árskóla. „Þetta eru ekki fullmótaðar tillögur en þetta er hugmyndafræðin sem við erum að vinna eftir,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við Feyki.
Meira