Umhverfisspjöll af völdum olíuflutningabíls liggja ekki fyrir - FeykirTV
feykir.is
Skagafjörður
13.06.2016
kl. 22.10
Mikil mildi þykir að ekki fór verr er olíuflutningabíl valt skammt frá bænum Höskuldsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði á sjöunda tímanum í kvöld. Ökumaður olíubílsins slapp án teljandi meiðsla en eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er bíllinn gjörónýtur. Lögregla og slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Skagafjarðar voru að störfum þegar blaðamanni Feykis bar að í kvöld.
Meira
