Fréttir

Standast fullkomlega samanburð við leitarhunda í nágrannalöndunum

Gæðaúttekt var haldin á lögregluhundum dagana 1.-3. júní s.l. Var úttektin haldin af lögreglunni á Norðurlandi vestra í samstarfi við þá lögreglustjóra sem hafa hunda. Yfirdómari kom frá Noregi og naut aðstoðar íslensks sérfræðings í þjálfun fíkniefnaleitarhunda. Sex teymi víðsvegar af landinu mættu í úttektina . Teymin komu bæði frá lögreglunni og Fangelsismálastofnun.
Meira

Úrtökumót fyrir landsmót um helgina

Sameiginleg úrtaka Skagfirðings, Neista, Glæsis og Þyts fyrir Landsmót 2016 verður á Hólum um komandi helgi, 10. - 12. júní. Hér meðfylgjandi er tímaseðill fyrir mótið.
Meira

Muna ekki aðra eins byrjun i Blöndu

Alls komu 50 laxar á land á fyrsta veiðidegi ársins í Blöndu og muna menn ekki aðra eins byrjun í ánni, að því er segir í frétt á vefnum Húnahornið. Fjörið hófst strax upp úr klukkan sjö á sunnudagsmorguninn og var fyrsti laxinn kominn á land 10 mínútur yfir sjö. morgun en fyrsti laxinn kom á land tíu mínútur yfir sjö.
Meira

Leyfi veitt til töku kalkþörunga í Miðfirði

Á fundi byggðaráðs Húnaþings vestra sl. mánudag var greint frá því að Orkustofnun hefði gefið út leyfi til handa Icecal ehf. til töku kalkþörungasets, allt að 1200 rúmmetra á ári, af hafsbotni í vestanverðum Miðfirði við Húnaflóa. Gildir leyfið í 30 ár.
Meira

Fjölbreytt barna-og ungmennaskemmtun á Jónsmessuhátíð

Boðið verður upp á fjölbreytta barna- og unglignaskemmtun á Jónsmessuhátíð á Hofsósi sem haldin verður um aðra helgi. Hefst hún með sundlaugarpartýi fyrir 12-18 ára á föstudagskvöldinu frá kl. 21-23, með leikjum og tónlist.
Meira

Húnavöku dreift inn á hvert heimili

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hefur árlega staðið að útgáfu héraðsritsins Húnavöku síðan 1961. „Ritið er vettvangur húnvetnskrar sögu og menningar sem við höfum verið mjög stolt af,“ segir í tilkynningu frá USAH á vefnum Húnahornið.
Meira

Sótt um að halda Unglingalandsmót 2019

Á fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 26. maí sl. var lagt fram bréf dagsett 18. maí 2016 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, þar sem sambandið óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við umsókn til að halda Unglingalandsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2019.
Meira

Margrét Gísladóttir verður framkvæmdastjóri LK

Stjórn Landssambands kúabænda hefur gengið frá ráðningu Margrétar Gísladóttur, sem er frá Glaumbæ í Skagafirði, sem framkvæmdastjóra LK frá og með næstu mánaðamótum, en þá mun Baldur Helgi Benjamínsson láta af störfum eftir 10 ár hjá LK.
Meira

Aðalfundur Leikfélagsins færist í Jarlsstofu

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks verður haldinn í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. júní, kl 20:00. Fundarstaður hefur verið færður til og verður fundurinn í Jarlsstofu á neðstu hæð Hótel Tindastóls, en ekki á Kaffi Krók eins og auglýst hafði verið.
Meira

Rann á kyrrstæðan bíl

Helgin var róleg hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, og allt með kyrrum kjörum, þrátt fyrir hátíðarhöld vegna sjómannadagsins, að sögn vakthafandi lögreglumanns sem Feykir hafði samband við í gær .
Meira