Fréttir

Hard Wok í umfjöllum Moggans um matarferðamennsku

Veitingastaðurinn Hard Wok er einn nokkurra veitingastaða á landinu sem fjallað er um í umfjöllum Morgunblaðsins í gær um matarferðamennsku. Þar er saga staðarins rakin og sagt frá vaxandi vinsælum hans og Íspinnagerðinni Frís sem er rekin samhliða Hard Wok.
Meira

Upplýsingamiðstöð ferðamála í A-Hún. formlega opnuð

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur – Húnavatnssýslu var verið opnuð í húsnæði Héraðsbókasafns Austur-Húnavatnssýslu að Hnjúkabyggð 30 á Blönduósi í gær, að viðstöddum fulltrúum sveitarfélaganna sem að henni standa og öðrum gestum.
Meira

Prjónagleði hefst í dag

Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar standa fyrir hátíðinni Prjónagleði sem hefst á Blönduósi í dag. Þegar blaðamaður Feykis átti leið um Blönduós í gær var búið að skreyta ljósastaura með prjónagraffi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Meira

Landsmótsgestir boðnir velkomnir með skemmtilegu myndbandi

Skotta Film hefur framleitt myndband fyrir Hrossaræktarsamband Skagfirðinga, með stuðningi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra. Unga stúlkan sem er sögumaður í myndbandinu heitir Jódís Helga Káradóttir og býr í Varmahlíð.
Meira

Mjótt á mununum í Húnvetnsku liðakeppninni

Þá er lokamóti Húnvetnsku liðakeppninnar lokið. Fjólubláliðið sigraði liðakeppnina að þessu sinni en mjög mjótt var á munum. Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi:
Meira

Amínó fæðubótarefni Iceprotein og Protis fá góðar undirtektir

Iceprotein og Protis á Sauðárkróki settu nýlega á markað vörulínu byggða á áralöngum rannsóknum á heilsubætandi áhrifum fiskpróteina. Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Iceprotein segir viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum.
Meira

Að segja eitt og gera allt annað

Á síðustu árum hefur Framsóknarflokkurinn gefið hástemmd loforð um veigamiklar úrbætur í húsnæðismálum. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur gengið þar fremst og lofað m.a. afnámi verðtryggingar, lækkun byggingakostnaðar um 10%, bæta stöðu ungs fólks og leigjenda, auk þess að efla hlutverk Íbúðalánasjóðs.
Meira

Ók á handrið á Blöndubrú

Blöndubrú skemmdist í fyrrakvöld er ökutæki ók utan í handrið á gangstéttinni norðanmegin á brúnni og braut gler í handriðinu á 10-15 metra kafla. Þetta er annað óhappið við brúnna á 6 mánuðum. Húni.is greinir frá.
Meira

Ráslistar fyrir úrtökumótið um helgina

Það ríkir mikil spenna vegna úrtökumóts fyrir komandi Landsmót hestamanna á Hólum enda óðum að styttast í það. Eins og fram kom í viðtali við Lárus Á. Hannesson, framkvæmdastjóra LH, í nýjasta tölublaði Feyki, gengur undirbúningur vel og búist er við feikna sterku og skemmtilegu móti.
Meira

Óskað eftir tillögum að nafni

Grunnskóli Húnaþings vestra óskar eftir tillögum að nafni á skólann og eru allir þeir sem áhuga hafa hvattir til að koma með tillögur sem eru lýsandi og þjálar fyrir skólann, samfélag og umhverfið skólans.
Meira