Fréttir

Landsbankamótið í fótbolta haldið um helgina

Hið árlega Landsbankamót í fótbolta verður haldið á Sauðárkróki um komandi helgi. Stúlkur í 6. flokki, alls staðar af landinu etja kappi á mótinu, sem hefst á laugardagsmorgni og klárast um miðjan dag á sunnudaginn.
Meira

Ljóst að tónlistarnám á Sauðárkróki rúmast í Árskóla

Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 16. mars sl. að skoða möguleikann á að færa tónlistarnám á Sauðárkróki að hluta eða öllu leyti inn í Árskóla frá og með skólaárinu 2016-2017, líkt og gert er í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna.
Meira

Aðalfundi Flugu frestað

Aðalfundur Flugu, sem halda átti í Reiðhöllinni Svaðastöðum, miðvikudaginn 22. júní kl. 18:00 er frestað til 18. ágúst af óviðráðanlegum orsökum.
Meira

Ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði

Rallýkeppendur bregða undir sig betri fætinum og halda til Hólmavíkur um næstu helgi en þar verður ekin önnur umferð í íslandsmótinu í rallý. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við öfluga heimamenn, sem stendur fyrir keppninni en ekið verður um Tröllatunguheiði og Steinadalsheiði.
Meira

Frítt inn á Minjahúsið á Sauðárkróki í sumar

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á dögunum tillögu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, þess efnis að aðgangur að Minjahúsi Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki verði ókeypis í sumar.
Meira

Sjaldséð jarðaberjatungl á lofti í kvöld

Sumarsólstöður eru á Norðurhveli jarðar klukkan 22:34 í kvöld. Það þýðir að sólin kemst ekki hærra á loft hjá okkur og mun því fara lækkandi.
Meira

Björgvin er tekinn til starfa

Nýr blaðamaður, Björgvin Gunnarsson, er tekinn til starfa hjá Feyki og mun vera hjá blaðinu í sumar. „Ég hlakka mjög til að takast á við verkefni sumarsins og vona að ég muni eiga góð samskipti við fólkið á Norðurlandi vestra,“ segir Björgvin.
Meira

Svipmyndir frá 17. júní á Sauðárkróki

Sautjándi júní var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Venju samkvæmt var farið í skrúðgöngu á Sauðárkróki og gengið var að íþróttavellinum þar sem hefðbundin hátíðardagskrá fór fram. Hlýtt og milt veður var á meðan hátíðarhöldin stóðu yfir en rigningaskúrir settu svip sinn á dagskránna.
Meira

Smábæjarleikarnir á Blönduósi haldnir í blíðskaparveðri

Þrettándu Smábæjarleikar Arion banka voru haldnir á Blönduósi um helgina og var gerður góður rómur að. Þar öttu saman kappi hressir knattspyrnukrakkar í 4.,5.,6.,7. og 8. flokki en alls voru það 49 lið frá hinum ýmsu smábæjum landsins sem kepptu.
Meira

Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga í gær

Nýprent Open barna og unglingamótið fór fram á Hlíðarendavelli í gær, sunnudaginn 19. júní. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga og var það fyrsta í röðinni þetta árið. Þátttakendur koma frá Golfklúbbi Sauðárkróks(GSS), Golfklúbbi Akureyrar(GA), Golfklúbbnum Hamri á Dalvík(GHD) og Golfklúbbi Fjallabyggðar(GFB).
Meira