Fréttir

Háskólalestin á Blönduósi um hvítasunnuhelgina

Háskólalestin nemur staðar á Blönduósi dagana 13. og 14 maí með fjölbreytta dagskrá, bæði fyrir nemendur í eldri bekkjum grunnskóla á svæðinu og alla fjölskylduna í veglegri vísindaveislu í Félagsheimili Blönduóss.
Meira

„Skagfirskt blóð er í þeim öllum...“

Blóðabankabíllinn mun aka í Skagafjörð á morgun, miðvikudag og vera þar fram til fimmtudags, 12. maí. „Nú er komið að því að leitað sé til ykkar en á ný að vori til að gefa af ykkur,“ segir í fréttatilkynningu frá Blóðbankanum.
Meira

Stólarnir mæta firnasterku liði KA

Það verður erfitt verkefni sem meistaraflokkur karla hjá Tindstóli á fyrir höndum í kvöld en þá leikur liðið við KA í bikarkeppninni. Leikurinn hefst á KA-vellinum á Akureyri í kvöld klukkan 19.
Meira

Króksarinn Kristján Gísla í Globen

Króksarinn Kristján Gíslason er meðal bakraddasöngvara hjá Gretu Salóme þegar Ísland keppir í fyrri undanúrslitum í kvöld. Keppnin fer fram í Globen í Stokkhólmi. Kristján er að taka þátt í Eurovision í fjórða sinn, en árið 2001 flutti hann lagið Angel í keppninni. Þetta er í þriðja sinn sem hann tekur þátt sem bakraddasöngvari.
Meira

Áframhaldandi eftirlitsverkefni með veitingahúsum

Nú í maí verður haldið áfram með eftirlitsverkefni, sem fór fyrst af stað með fyrir tveimur árum, á veitingahúsum á Norðurlandi vestra. Þetta kemur fram á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Meira

Glæsilegt fley í Firðinum

Snekkja rússneska milljarðamæringsins Andrey Melnichenko var á ferð um Skagafjörð í gær. Snekkjan, sem ber hið látlausa nafn „A“, er 120 metrar að lengd og hönnuð af hinum heimsfræga Philippe Starck. Hún er metin á um 39 milljarða króna en Melnichenko var í fyrra talinn sá 137. á lista yfir ríkustu menn í heimi.
Meira

Tvö verkefni í Árskóla tilnefnd til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Vinaliðaverkefni' og verkefnið Að vera 10. bekkingur í Árskóla hafa verið tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla, sem eru landssamtök foreldra. Verða verðlaunin veitt í 21. sinn við hátíðlega athöfn á morgun.
Meira

Rúnar Már valinn í landsliðshópinn á EM

Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson kynntu í dag landsliðshóp Íslands sem fer á EM í Frakklandi í sumar. Í hópnum er 25 ára gamall Skagfirðingur, Rúnar Már Sigurjónsson, sem leikur með liði Sundsvall í Svíþjóð.
Meira

Efling eldvarna í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra og Akureyri hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélaganna. Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Þá verður fræðslu um eldvarnir beint að umsækjendum um húsaleigubætur en rannsóknir sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði.
Meira

Vörumiðlun 20 ára - myndband

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu á laugardaginn. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð og gegnum Sauðárkróki og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira