Fréttir

Iðnmenntun í uppnámi

Morgunblaðið birti þann 29.5 umfjöllun um húsnæðismál verknámsdeildar FNV. Undir fyrirsögninni: Verknámshúsið löngu sprungið. Þar er vitnað til skólaslitaræðu fráfarandi skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur:
Meira

Húnabyggð ein fjögurra sem hlaut styrk

Á vef Innviðaráðuneytisins kemur fram að styrkbeiðni Húnabyggðar um styrk til að þróa og efla almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins með áherslu á samgöngur fyrir börn og ungmenni hafi verið ein fjögurra sem hlutu styrk Innviðaráðuneytisins vegna aðgerðar A.10 á byggðaáætlun, Almenningssamgöngur milli byggða.
Meira

Gleðilega hátíð sjómenn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um komandi helgi og hófust hátíðarhöld á Skagaströnd með golfmóti á Skagastörnd í gær fimmtudag. Íbúar Skagastrandar hafa einnig verið hvattir til þess að skreyta húsin sín og verða vegleg verðlaun fyrir best skreytta húsið. Frábær dagskrá verður síðan alla helgina en hátíðin heitir því fallega og viðeigandi nafni Hetjur hafsins. Meðal þess sem í boði verður eru,  BMX brós, VÆB bræður, vatnsfótbolti, skrúðganga, skemmtun á bryggjunni, tónlistarbingó og dansleikur með hljómsveitunum Skandal og Steinliggur svo það er óhætt að segja að það verður margra daga sjómannadagsstuð á Skagaströnd alla helgina. 
Meira

Myndasyrpa frá brautskráningu FNV

Það var hinn merkilegasti brautskrárningardagur við Fjölbrautaskola Norðurlands vestra í gær eins og sagt var frá hér á Feykir.is í dag. Að venju var viðburðurinn myndaður í bak og fyrir, þrír ljósmyndarar mættir á svæðið og um 1800 myndir sem þarf að rúlla í gegnum. Hér má finna smá bragð af deginum í snefilmagni.
Meira

Rekstur Húnabyggðar skilaði 210 milljóna afgangi

Rekstur Húnabyggðar gekk vonum framar á síðasta ári og samkvæmt ársreikningi 2024 varð rekstrarniðurstaðan jákvæð um rúmlega 210 milljónir króna. Eigið fé í lok árs 2024 nam 1,5 milljarði. Í frétt á Húnahorninu segir að rekstrartekjur sveitarfélagsins í fyrra námu rúmum 2,9 milljörðum og þar af voru skatttekjur tæpir 1,3 milljarðar. Rekstrargjöld námu um 2,4 milljörðum og þar af voru laun og launatengd gjöld um 1,4 milljarður. Afskriftir námu 149 milljónum og fjármagnsgjöld tæpum 180 milljónum. Niðurstaðan er 184 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Meira

161 nemandi brautskráðist frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátiðlega athöfn miðvikudaginn 28. maí. Frá skólanum brautskráðust 161 nemandi af öllum brautum skólans. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari, og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari, stýrðu athöfninni. Þau sérstöku tímamót verða við skólann að loknu þessu skólaári að þrír stjórnenda skólans; Ingileif skólameistari, Keli aðstoðarskólameistari og Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri, láta af störfum.
Meira

Sjómenn til hamingju! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt.
Meira

Rannsóknir efldar á vatnasviði Blöndu

Landsvirkjun og Veiðifélag Svartár og Blöndu komust í vetur að samkomulagi um kostun Landsvirkjunar á vöktun seiðastofna í báðum ám. Í frétt Húnahornsins segir að Landsvirkjun muni einnig kosta úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi laxastofnsins í Blöndu. Þá er fyrirhuguð rannsókn á fiskstofnum í bergvatnsánum uppi á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði sem falla til Blöndulóns.
Meira

Það má ekki gleyma að njóta og hafa gaman

„Ég man að mér fannst þetta smá stressandi og spennandi,“ segir Vigdís Hafliðadóttir þegar Feykir spyr hvað sé eftirminnilegast frá fermingardeginum hennar. „Ég fór auðvitað í greiðslu sem ég myndi ekki hafa í hárinu mínu núna þótt ég fengi borgað fyrir það. Svo fannst mér gaman að allir voru komnir heim til mín til að fagna mér og ég man að ég hafði áhyggjur af því að það kæmi svitablettur í kjólinn minn – gerðist ekki.“
Meira

Farskólinn óskar eftir að ráða verkefnastjóra

Þau leiðu mistök urðu í auglýsingu Farskólans í Sjónhorninu sem kom út í dag að óskað var eftir að ráða skólastjóra til starfa en raunin er að Farskólinn leitast eftir að ráða verkefnastjóra. Í auglýsingunni segir að Farskólinn leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi/einstaklingum til að takast á við lifandi og fjölbreytt starf verkefnastjóra í símenntun. Náin og þétt teymisvinna starfsfólks er ríkjandi í verkefnum Farskólans. Til greina kemur að ráða í fleiri en eina stöðu og starfshlutfall og vinnutími getur verið umsemjanlegur.
Meira