Fréttir

Vatnsfótbolti, VÆB-bræður og veltibíll meðal atriða á Hetjum hafsins

Það styttist í sjómannadaginn en venju samkvæmt ber hann upp á fyrsta sunnudegi í júní og í ár er það fyrsti dagur mánaðarins. Sumstaðar er svindlað pínu á þessu og haldið upp á sjómannadaginn á laugardegi og þá mögulega af praktískum ástæðum. Á Skagaströnd hefur sjómannadagurinn aftur á móti verið tekinn til kostanna og stendur hátíðin Hetjur hafsins yfir í fjóra daga, 29. maí til 1. júní, dagskráin þétt og nú er búið að kynna hana.
Meira

Umhverfisdagar Skagafjarðar fara í framlengingu

Ákveðið hefur verið að framlengja umhverfisdaga Skagafjarðar 2025 til og með 25. maí sem er laugardagur. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki, býli og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl, komi bílhræjum, vélhræjum og öðrum hræjum í endurvinnslu. Snyrti til í og við lóðir sínar og lönd, og á nærliggjandi opnum svæðum. Jafnframt minnum við á að einstaklingar geta losað sig við úrgang gjaldfrjálst á móttökustöðvum sveitarfélagsins.
Meira

Húnabyggð styrkir nemendur í framhaldsnámi

Námsstyrkur er veittur ungmennum sem eiga lögheimili í Húnabyggð og voru í viðurkenndu framhaldsnámi vorönn 2025. Fram kemur í tilkynningu á haimasíðu Húnabyggðar að upphæð námsstyrs er 60.000kr. pr. önn og er styrkurinn greiddur út eftir hverja önn að staðfestri skólavist.
Meira

Malbikað í Túnahverfinu á Króknum

Sumarið er skollið á landsmönnum og sumrinu fylgja jafnan framkvæmdir sem ekki er gott að inna af hendi á öðrum árstímum. Eins og til dæmis malbikun og á vef Skagafjarðar er tilkynnt um að næstu daga verði malbikunarframkvæmdir á Túngötu á Sauðárkróki en það er gatan sem liggur í gegnum Túnahverfið.
Meira

Sigurður Björgvinsson er skákmeistari Skagastrandar

Á vef Skagastrandar er sagt frá því að nýlega lauk Skákmóti Skagastrandar árið 2025 en keppendur vori átta talsins. Skákmeistari Skagastrandar var Sigurður Björgvinsson með 6 vinninga. Í öðru og þriðja sæti voru Halldór G. Ólafsson og Jens Jakob Sigurðarson með 5 vinninga.
Meira

Miðasala á LEIKINN verður í Tindastólssjoppunni í kvöld

Það er óhætt að fullyrða að það er gígantísk eftirvænting fyrir úrslitaleik Tindastóls og Stjörnunnar sem verður í Síkinu á Króknum annað kvöld en miðaeftirspurn hefur náð nýjum og óþekktum hæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Síkinu og spennan er áþreifanleg. Á síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls á Facebook kemur fram að almenn miðasala verður í Tindastólsísjoppunni í íþróttahusinu í kvöld, þriðjudag og hefst kl. 19:00. Hver aðili getur keypt að hámarki tvo miða.
Meira

Elvar Logi og Alli 5 ára !

Elvar Logi og Alli 5 ára, er heiti viðburðar sem blaðamaður rakst á á Facebook og gæti allt eins verið boð í afmæli hjá litlum fimm ára snáðum en svo er ekki. Þetta eru þeir Alli sóknarnefndarformaður Blönduóskirkju og Elvar Logi tónlistarkennari og hestamaður með meiru sem ætla að halda saman tónleika í Blöndóskirkju klukkan 17:00 á morgun, miðvikudag 21. maí, tónleikana halda þeir með Eyþóri organista kirkjunnar.
Meira

Hversu lítill fiskur yrðum við? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni.
Meira

Hitabylgja og heiðskýr himinn yljar landsmönnum

Það hefur verið einmunatíð upp á síðkastið og aldrei þessu vant hafa allir landsmenn geta glaðst saman því góðviðrið hefur ekki skilið neinn útundan í þetta skiptið. Hlýjast var fyrir austan en þar var slegið hitamet í maí, ábyrgur mælir sýndi 26,8 gráðu hita nú fyrir helgi og sennilega hafa aðrir mælar sýnt miklu meiri hita.
Meira

Nostalgíuferð Herramanna yfirstaðin

Hljómsveitin Herramenn hélt aftur til fortíðar nú um helgina og bauð þeim sem vildu spóla til baka til eitís eina kvöldstund að koma með sér og fagna 37 árum í bransanum. Þeir Stjáni Gísla, Svabbi, Árni Þór, Birkir og Kalli Jóns höfðu víst engu gleymt og ekki að heyra annað en að þeir væru enn að spila hverja helgi. Í það minnsta segja upplýsingar Feykis að drengirnir hafi verið þéttir og engin feilnóta slegin.
Meira