Fréttir

Skólum slitið um allan fjórðung

Nú hefur skólum fjórðungsins verið slitið einum af öðrum og þeir útskrifað nemendur sem hafa nú lokið sínum bekk og sumir jafnvel að ljúka grunnskólagöngunni og við taka ævintýri sumarsins með tilheyrandi skort á rútínu og vonandi góðu veðri.
Meira

Eyfirðingarnir tóku öll stigin með sér frá Blönduósi

Fimm leikir voru spilaðir í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Á Blönduósvelli tóku leikmenn Kormáks/Hvatar á móti grönnum sínum í Dalvík/Reyni sem löngum hafa reynst ansi seigir. Gestirnir komust yfir snemma leiks og heimamenn, sem með sigri hefðu komið sér laglega fyrir í toppbaráttu deildarinnar, náðu ekki að koma boltanum í mark Eyfirðinga og máttu því þola súrt tap á heimavelli. Lokatölur 0-1.
Meira

Starf leikskólastjóra Leikskólans Ásgarðs á Hvammstanga laust til umsóknar

Sveitarfélagið Húnaþing vestra óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra við Leikskólann Ásgarð. Í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins segir að ráðið sé í stöðuna frá 1. ágúst 2025 eða fyrr, eftir samkomulagi. Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi leikskólans. Leitað er eftir drífandi, umbótadrifnum og skipulögðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi.
Meira

Það á að birta til á morgun

Heldur hefur lengst í gulu veðurviðvöruninn sem Veðurstofan skellti á Norðurland vestra í byrjun vikunnar. Fyrst átti hún að standa í um sólarhring, frá mánudegi til þriðjudags en nú þegar fimmtudagurinn rennur upp rennblautur og norðanbarinn þá er enn gul viðvörun og ekki útlit fyrir að henni verði aflétt fyrr en aðfaranótt föstudags.
Meira

Sögusetur íslenska fjárhundsins opnað

Bændurnir á Lýtingsstöðum í Skagafirði hafa síðustu tuttugu og fimm árin rekið ferðaþjónustufyrirtæki þar sem áhersla hefur verið lögð á reynslu þeirra og þekkingu í hestamennsku í bland við þjónustu við ferðamenn þar sem þau hafa verið með einstaka upplifun á náttúru Íslands og miðlað sögu og menningu.
Meira

Kindurnar í Hvammshlíð vita sínu viti

Snjórinn hefur víða gert bændum skráveifu síðustu daga líkt og Feykir hefur greint frá. Karólína í Hvammshlíð sendi okkur línu nú síðdegis og sagði stöðuna hjá sér þannig að hitinn væri rétt um frostmark og úrkoman sem til stóð að félli sem rigning, samkvæmt veðurspánni, er 100% snjór. Hún segist þó vera í góðum málum sem betur fer.
Meira

Lausar lóðir til leigu á Nöfum á Sauðárkróki

Byggðarráð Skagafjarðar ákvað á 148. fundi sínum þann 27. maí sl. að auglýsa til leigu þær lóðir á Nöfum sem hefur verið skilað inn. Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Skagafjarðar að umsækjendur skulu tilgreina í umsókn hvers konar not þeir hugsa sér að hafa af landinu og hvort þeir hafi leyfi til búfjárhalds í þéttbýli.
Meira

Sundlaugin opnar í Varmahlíð

Vakin er athygli á því að sundlaugin í Varmahlíð opnar í dag miðvikudaginn 4. júní kl. 12:00, eftir tímabundna lokun vegna viðhaldsvinnu segir á vef Skagafjarðar.
Meira

Snjómagnið minnkar í Fljótum

„Það hefur aðeins lagast, fimm stiga hiti og rigning. Það hefur minnkað töluvert snjómagnið síðan í gær,“ sagði Halldór Gunnar bóndi á Molastöðum þegar Feykir fylgdi eftir fréttinni frá í gær þar sem fram kom að bændur í Fljótum hefðu allir sótt fé sitt og komið á hús, enda jörð komin undir snjó í þessu norðanskoti sem enn stendur yfir.
Meira

Bjór og götumatur glöddu hátíðargesti á Hólum

Bjórhátíðin á Hólum var haldin laugardaginn 31. maí en hátíðin fór fyrst fram í september 2011 og er sú hátíð sem oftast hefur verið haldin hér á landi. „Hún féll niður í Covid og hefur því verið haldin í þrettán skipti,“ segir Bjarni Kristófer en hann segir hátíðina hafa þróast úr hreinni bjórhátíð í bjór- og matarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreyttan götumat.
Meira