Fréttir

Hvað eru þekkingargarðar?

Feykir sagði frá spennandi verkefni um uppbyggingu nýsköpunargarða í Skagafirði í samvinnu við Háskólann á Hólum, Hátæknisetur Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Meira

Dísir og Dívur í Miðgarði

Í ár eru 15 ár síðan Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði var stofnaður og hefð er fyrir því að kórinn haldi tónleika í menningarhúsinu Miðgarði á konudeginum sem að þessu sinni er næstkomandi sunndag 23. febrúar og hefjast tónleikarnir kl. 15:00. Að loknum tónleikunum verður boðið upp á veislukaffi.
Meira

Eldur í mannlausum sumarbústað

Lögreglumenn við umferðareftlit á Norðurlandsvegi tilkynntu um reyk er lagði frá sumarbústað í Húnaþingi vestra um klukkan 18 í gærkvöldi. Óskað var eftir slökkviliði en fljótlega varð húsið alelda. Húsið var mannlaust, kemur fram á vef lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Björgunarskipið Húnabjörg, dregur fiskibát með net í skrúfunni til hafnar

Upp úr klukkan 9 að morgni 18. febrúar, var áhöfn Húnabjargarinnar, björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd, kölluð út eftir að skipstjóri fiskibáts sem var þá staddur utarlega í Húnaflóa hafði haft sambandi við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskað aðstoðar. Net höfðu farið bæði í aðalskrúfu bátsins sem og hliðarskrúfu og ekki hægt að sigla bátnum fyrir eigin vélarafli.
Meira

Kallaður Jakmundur Gunnarsson þegar hann er óþekkur | Ég og gæludýrið mitt

Það er Ómar Þorri Gunnarsson, sjö ára gutti frá Króknum, sem ætlar að segja okkur frá gæludýrinu sínu í þessum gæludýraþætti. Ómar Þorri er sonur Gunnars Páls, sem vinnur hjá sveitarfélaginu Skagafirði, og Guðbjargar Óskars, sem vinnur hjá Byggðastofnun. Hann á einnig tvo eldri bræður, þá Óskar og Óðinn, og búa þau í Hvannahlíðinni. Þegar Jaki kom inn á heimilið var mikill gleðidagur hjá fjölskyldunni en fljótlega kom í ljós hversu mikill prakkari og óþekktarormur Jaki var og fékk hann þá viðurnefnið Jakmundur Gunnarsson.
Meira

Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sorpmóttaka Hofsósi

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sorpmóttaka Hofsósi – Jarðvegsskipti og girðing 2025. Opnunardagur tilboða er áætlaður þann 6. mars næstkomandi en verkinu í heild skal lokið 1, júlí 2025.
Meira

Ómótstæðilegir saltfiskréttir | Matgæðingur Feykis

Hjördís Stefánsdóttir, systir Ómars Braga, tók mjög ánægð við áskoruninni um að vera næsti matgæðingur Feykis og deilir hér mjög góðum uppskriftum með áskrifendum sem birtust í tbl. 38, 2024. Hjördís er að sjálfsögðu fædd og uppalin á Sauðárkróki.
Meira

Fortíð og nútíð mætast í nýjum kórverkum fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Tónlistarkonan Sigurdís Tryggvadóttir frá Ártúnum í Blöndudal hefur samið og útsett tvö ný kórverk fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. Verkin eru við ljóð Jónasar Tryggvasonar sem var afabróðir Sigurdísar. Jónas stjórnaði kórnum í sjö ár og samdi og útsetti mörg lög fyrir kórinn, þar á meðal Ég skal vaka, hans þekktasta verk.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps 100 ára

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps verður hvorki meira né minna en 100 ára í ár og má segja að kórinn sé að hefja sannkallað afmælisár. Fyrstu tónleikar tilefnisins verða haldnir í Blönduóskirkju þriðjudaginn 25. febrúar nk. og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00.
Meira

Viðurkenningar veittar á aðalfundi Félags kúabænda í Skagafirði

Aðalfundur Félags kúabænda í Skagafirði 2025 var haldinn 27. janúar sl. á Kaffi Krók. Vel var mætt á fundinn að venju og voru gestir fundarins að þessu sinni Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands og Rafn Bergsson formaður Nautgripadeildar BÍ. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur og urðu örlitlar breytingar í stjórn.
Meira