Fréttir

Arney og Lydía hlutu viðurkenningar á Hólum

Síðastliðinn laugardag fór fram reiðsýning brautskráningarnema til BS prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum. Tíu nemendur útskrifast frá skólanum með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu nú í vor. Brautskráning fer fram miðvikudaginn 6.. júní í hátíðarsal skólans.
Meira

Skagstrendingar óttast að hækkun veiðigjalda ýti undir sölu aflaheimilda frá staðnum

Í frétt á vef SSV er sagt frá því að þegar skoðað er hvernig hækkun veiðigjalds gæti hækkað eftir stærð fiskiskipa, í veiðimagni talið, kemur í ljós að hún er hlutfallslega mest hjá þeim smæstu. Það eru þau sem veiða á bilinu 1 til 349 tonn á ári en þetta leiða útreikningar í ljós. Lítill kvóti er eftir til skiptanna á Skagaströnd og Feykir spurði Halldór Gunnar Ólafsson oddvita á Skagaströnd hvort sveitarstjórn hefði áhyggjur af hækkun veiðigjalda í ljósi þessa.
Meira

Emma og Júlía gera gott mót í Sandefjord

Tveir keppendur frá badmintondeild Tindastóls tóku í vikunni þátt í Sandefjord Open mótinu sem fer fram í bænum Sandefjord í Noregi. Keppendur á mótinu eru 360 talsins en mótið stendur yfir í þrjá daga. Systurnar Emma Katrín og Júlía Marín tóku þátt í sex greinum, náðu í eitt gull, eitt silfur og eitt brons.
Meira

Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra

Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Meira

Allir með

UMSS, Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) boða til vinnustofu fyrir forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir. Á vinnustofunni ætlum við að ræða hvernig við getum komið af stað skipulögðum æfingum eða komið fötluðum og þeim sem finna sig ekki í almennum íþróttum betur inn í það íþróttastarf sem er nú þegar í boði í Skagafirði.
Meira

Magga Steina vígð til djákna í Hóladómkirkju

Það var merkur dagur á sunnudaginn þegar Margrét Steinunn Guðjónsdóttir var vígð til djákna í Reykjavíkurprófastdæmi vegna starfa sinna á Löngumýri við orlof eldri borgara. Í fallegri afhöfn í Hóladómkirkju, sem sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup leiddi, voru þjónandi prestar í Skagafirði, Anna Hulda djákni og fleiri sem tóku þátt, en sr. Bryndís Malla prófastur í Reykjavíkurprófasdæmi lýsti vígslunni.
Meira

Prjónagleði um helgina

Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin hefur verið árlega og nú í ár verður hátíðin haldin í níunda sinn dagana 30.maí- 1.júní á Blönduósi. Markmið Prjónagleðinnar hefur frá upphafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika.
Meira

Verður meistaraflokkafótbolti á Króknum næsta sumar?

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram í síðustu viku og fyrir fundinum lágu almenn aðalfundarstörf. Sunna Björk Atladóttir, sem tók við stjórnartaumum knattspyrnudeildar til bráðabirgða í vetur gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og stóð því til að kjósa nýjan formann. Enginn gaf þó kost á sér í það starf og kosningu því eðlilega frestað til síðari tíma. En hvað er félag án formanns?
Meira

Hefur aldrei áður slegið í maí

„Ég hef aldrei slegið í maí áður, yfirleitt byrjum víð um miðjan júní,“ sagði Sigurður Baldurssonar bónda á Páfastöðum í Skagafirði en hann var farinn að slá montblettinn sinn í gær, 26. maí, eins og lesa mátti í færslu á Facebook-síðu hans. Feykir hafði samband við bóndann.
Meira

Vilja frekar slátra á Selfossi en á Króknum

Í frétt á RÚV.is segir að einhverjir sauðfjárbændur í Húnavatnssýslum hafi óskað eftir því að fara með fé í slátrun hjá SS á Selfossi enda ekki lengur slátrað á Blönduósi í kjölfar uppsagna starfsmanna SAH afurða og lokunar sláturhússins. Fullbókað mun vera í sláturhúsið á Hvammstanga og því komast ekki allir bændur í Húnavatnssýslum þangað með fé til slátrunar í haust og þurfa að leita annað.
Meira