Húnabyggð hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir uppbyggingu við Þrístapa
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.12.2024
kl. 08.09
Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2024 koma í hlut Húnabyggðar fyrir uppbyggingu við Þrístapa en verkefnið var á höndum Húnavatnshrepps áður en sveitarfélögin sameinuðust. Þrístapar er menningarsögulegur ferðamannastaður og þar er að finna síðasta aftökustaðinn á Íslandi. Aftakan fór fram þann 12. janúar 1830 þegar þau Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru hálshöggvin. Sagan hefur verið vinsælt viðfangsefni, bæði í skáldsögum og kvikmynd, eins og Húnvetningar flestir þekkja, segir á huni.is.
Meira