Karlafitt 550 sigraði Jólamót Molduxa
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
27.12.2024
kl. 09.48
Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, annan dag jóla, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Samkvæmt venju var mótið vel sótt, bæði af hálfu keppenda og ekki síður áhorfenda en að þessu sinni tóku 10 lið þátt. Keppt var í tveimur riðlum, á tveimur völlum, frá kl. 11-16, en þá hófst úrslitaleikur efstu liða hvors riðils. Það var Karlafitt 550, sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins og Una Aldís Sigurðardóttir hlaut þann heiður að fá Samfélagsviðurkenningu Molduxa þetta árið.
Meira