Fréttir

Staða skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar er laus

Eins og fólk hefur tekið eftir hafa orðið stjórnenda skipti bæði í grunnskólanum og fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. En það er ekki allt því að staða skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar er laus til umsóknar. Óskað er eftir stjórnanda sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við starfsfólk, foreldra og nemendur.
Meira

Sjónaukinn vaknar til lífsins á ný

Meira

Breytingar í starfsmannahaldi hjá Kormáki/Hvöt

Tveir leikmenn hafa í vikunni samið við Kormák/Hvöt um að spila með liðinu út tímabilið nú þegar leikmannaglugginn hefur opnað. Það eru Federico Ignacio Russo Anzola sem lék áður með KF og Bocar Djumo sem ku hafa raðað inn mörkum í 4. deild í Þýskalandi. Á móti kemur að Acai Elvira Rodriguez og Jaheem Burke hafa hoppað af húnvetnska vagninum sem og Ingvi Rafn Ingvarsson fyrrum þjálfari liðsins.
Meira

Bríet í Gránu og Krúttinu

Bríet hefur ferðast um landið í sumar með vinum sínum Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari og spila þau fyrir ykkur uppáhalds lögin ykkar og kynna fyrir ykkur glæný lög í leiðinni.
Meira

„Algerlega sturlað flott hjá þeim að vera taplausar í sumar“

Það var stúlknaleikur á Sauðárkróksvelli í gær þegar lið Tindastóls/Hvatar(Kormáks tók á móti Hafnfirðingum í sameinuðu liði FH/ÍH í B-deild 2. flokks. Þegar kom að þessum leik hafði liðið okkar unnið alla fimm leiki sína í sumar og sat í efsta sæti deildarinnar. Gestirnir komust snemma í forystu en heimastúlkur jöfnuðu og lokatölur 2-2.
Meira

Tillaga að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 25. júní að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi Skagafjarðar, ásamt umhverfismatsskýrslu, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Meira

Mikil ánægja með Húnavöku

Húnavaka var haldin 17. – 20. júlí á Blönduósiog tókst með eindæmum vel til. Feykir hafði samband við Kristínu Lárusdóttur, menningar og tómstundaráðgjafa í Húnabyggð, og spurði út þessa metnaðarfullu og fjölbreyttu bæjarhátíð.
Meira

Maddie snýr aftur norður!

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Maddie Sutton um að leika með kvennaliðinu á næsta tímabili. Maddie er Tindastólsfólki vel kunn en hún spilaði við góðan orðstír fyrir Tindastól tímabilið 2021-2022.
Meira

Rennibrautir í Sauðárkrókssundlaug komnar í ferli

Það hillir undir að gestir sundlaugarinnar á Króknum geti farið að bruna í rennibrautum því Fjársýslan, fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, hefur óskað eftir tilboðum í þrjár forsmíðaðar vatnsrennibrautir og rennibrautaturn, þar með talið efni, vinnu og uppsetningu fyrir nýtt útisvæði við Sundlaug Sauðárkróks.
Meira

Utanvegahlaupið Molduxi Trail fer fram 8 ágúst

Föstudaginn 8. ágúst næstkomandi verður utanvegahlaupið Molduxi Trail haldið í fyrsta sinn í Skagafirði. „Molduxi Trail er viðburður sem hefur það takmark að auka við flóru viðburða á svæðinu og er stutt af SSNV,“ segir Steinunn Gunnsteinsdóttir, einn af aðstandendum viðburðarins. „Hlaupið er bæði skemmtiviðburður og svo líka alvöru hlaup með viðeigandi tímatöku, hækkun og lengdum,“ bætir hún við.
Meira