Meistaraflokkur karla spilar við Keflavík í VÍS bikarnum í kvöld kl. 19:15
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
09.12.2024
kl. 16.06
Það er leikdagur í dag hjá meistaraflokki karla en þeir mæta eldspræku liði Keflavíkur í Blue-höllinni kl. 19:15. Stólastrákar spiluðu reyndar við þá sl. föstudag og við skulum bara ekkert tala um þann leik því það er lítið frá honum að segja þar sem Keflavík pakkaði þeim saman og var með yfirhöndina allan leikinn. Við skulum vona að þeir fari ekki eins illa með okkur í kvöld því það væri mjög sætt að komast áfram í bikarkeppninni eins og stelpurnar náðu að gera á laugardaginn þegar þær mættu Evu og stelpunum í liði Selfoss í Vallarhúsinu á Selfossi og unnu sannfærandi sigur 60-102.
Meira