Fréttir

Kvenfélag Sauðárkróks :: Áskorendapenni, Guðbjörg Bjarman, brottfluttur Króksari

Ég vil byrja á að þakka dóttur minni, Bryndísi Þóru Bjarman fyrir að skora á mig. Ég hef marga fjöruna sopið um mína ævidaga og því af nógu að taka þegar kemur að efnisvali í þennan pistil. Eftir smá yfirlegu ákvað ég að velja smá stiklu úr löngu erindi sem ég flutti á 100 ára afmæli Kvenfélags Sauðárkróks, fyrir nokkrum árum síðan…
Meira

Húnvetningar lutu í gras í uppgjöri toppliðanna

Toppliðin í D-riðli 4. deildar, Vængir Júpiters og Kormákur/Hvöt mættust á Fjölnisvelli í dag en liðin voru jöfn að stigum að loknum átta umferðum í riðlinum. Það var hart barist en eftir að tveir Húnvetningar litu rautt spjald fór svo á endanum að Vængirnir höfðu betur, unnu leikinn 3-2, og tróna nú einir á toppi riðilsins.
Meira

Körfuboltabúðir Tindastóls 9.-13. ágúst

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar vikuna 9.-13.ágúst. Markmið körfuboltabúða Tindastóls er að gefa körfuboltakrökkum, allstaðar af á landinu, skemmtilega upplifun og tækifæri til að vinna í sínum styrkleikum og veikleikum innan og utan vallar undir handleiðslu metnaðarfullra þjálfara við topp aðstæður. Í búðirnar koma þjálfarar úr öllum áttum sem hafa reynslu sem leikmenn og eða af þjálfun á afrekssviði. Það er von okkar að iðkendur muni læra mikið af þeim.
Meira

Hvar var lið Tindastóls í síðari hálfleik?

Í hádeginu í dag mættust Tindastóll og lið KFS úr Eyjum við frábærar aðstæður á Króknum. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur báðum liðum í botnbaráttu 3. deildar en með sigri hefðu Stólarnir náðu að slíta sig aðeins frá neðstu liðum en næði KFS, sem vermdi botnsætið fyrir leikinn, í stigin þrjú breyttist slagurinn á botninum í vígvöll. Staða Stólanna var vænleg í hálfleik en heimamenn sýndu flestar sínar verstu hliðar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 1-2.
Meira

Framboðslisti Miðflokksins í Norðvestur

Miðflokkurinn hefur samþykkt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi en farið var í uppstillingu. Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson leiða listann en þeir eru sitjandi þingmenn fyrir Miðflokkinn. Fanney Anita Thelmudóttir, lagenemi í Reykjavík er í þriðja sætinu, Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, starfsmaður við frístund á Skagastörnd skipar fjórða sætið. 
Meira

Óvæntir gestir á Skagafirði

Þau eru ýmiskonar fleyin sem hafa rekið nefið/stefnið inn á Skagafjörðinn í ár. Í gær ráku Skagfirðingar upp stór augu þegar sást til herskips stíma inn fjörðinn fagra og lagðist það síðan við akkeri út af Lundey í blíðviðrinu í gær. Sannarlega ekki á hverjum degi, eða áratug, sem svona dallur dúkkar upp á þessum slóðum. Samkvæmt frétt á heimasíðu Skagafjarðarhafna nú í morgun er hér um að ræða HMS Northumberland. „Sennilega eru þeir í lundaskoðun,“ segir í fréttinni.
Meira

Golf er stórskemmtileg íþrótt fyrir alla -::- Atli Freyr Rafnsson íþróttastjóri Golfklúbbs Skagafjarðar

Feykir hefur áður sagt fá því að Atli Freyr Rafnsson hafi verið ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbs Skagafjarðar og mun annast þjálfun barna og unglinga ásamt því að sinna almennum félagsmönnum. Hann mun einnig skipuleggja komur gestaþjálfara og starfa með þeim við þjálfun, ásamt því að starfa náið með barna- og unglingadeild GSS. Atli Freyr er stúdent frá FNV og var að ljúka fyrsta ári í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Atli starfað við þjálfun og fleira hjá GSS undanfarin ár. Atli varð við bón Feykis að svara nokkrum spurningum varðandi starfið og golfáhugann.
Meira

Maddie Sutton til liðs við Tindastól

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Maddie Sutton um að leika með meistaraflokki kvenna næsta tímabil. Maddie er 23 ára framherji og 182cm á hæð, lék með Tusculum Pioneers og vann nú í vetur með liðinu back to back SAC meistaratitilinn. Hún var valin kvenn-íþróttamaður ársins 2021 í Tusculum University og valin í lið ársins fyrir 2020-21 D2CCA All-American.
Meira

Margrét Rún hélt hreinu í 1-0 sigri á Dönum

U16 ára landslið kvenna mætti Danmörku 2 á opna Norðulandamótinu í Aabenraa sem hófst klukkan 12:30 í dag. Margrét Rún Stefánsdóttir var í byrjunarliði Íslands í leiknum og lék allan leikinn. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Íslandi og hélt Margrét því markinu hreinu. Áður hafði Ísland gert 1-1 jafntefli við Svíþjóð í mótinu en Margrét sat á bekknum í þeim leik.
Meira

Sumardagur og allir í fíling

Í dag, 09.07.21, er mikið blíðviðri á Sauðárkróki og ábyggilega víðar. Í Grænuklauf var föstudagsfjör í Sumartím og búið var að koma upp vatnsrennibraut þar. Blaðamaður Feykis skellti sér í bæinn í góða veðrinu og myndaði stemninguna.
Meira