Fréttir

2700 skammtar af bóluefni á Norðurland í næstu viku

Þann 1. júní munu 2700 skammtar af bóluefni berast HSN en af þeim eru 1400 skammtar af Pfizer bóluefninu, sem verða m.a. nýttir í seinni bólusetningu þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 11.-14. maí og í seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra Zeneca bóluefni fyrir 12 vikum og eiga að fá Pfizer í seinni bólusetningu.
Meira

100 nemendur brautskráðust frá FNV í dag

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 42. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag. Enn litar Covid-faraldurinn líf okkar en vegna sóttvarnareglna voru einungis nemendur og nokkrir starfsmenn skólans viðstaddir en athöfninni var streymt á netinu. Alls brautskráðust 100 nemendur frá skólanum.
Meira

Tónleikar og nýr matseðill á döfinni hjá Gránu

Það verður viðburðarríkt í húsakynnum Gránu og 1238 á Sauðárkróki næstu vikur, en fyrirhugað er að halda tvenna tónleika þar, í nýjum tónleikasal sem vígður var sem slíkur í Sæluvikunni þegar tónleikar með lögum eftir skagfirskar konur fóru þar fram. Þriðjudaginn 1. júní mun Bríet koma þar fram og í vikunni á eftir, mánudaginn 7. júní munu þeir Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn stíga á svið.
Meira

Sýning ræktunarbúa á Fjórðungsmóti 2021

Fjórðungsmót Vesturlands fer fram í Borgarnesi dagana 7. til 11. júlí í sumar. Í tilkynningu frá Framkvæmdanefnd mótsins er óskað eftir ræktunarbúum til að taka þátt í ræktunarbússýningu sem mun fara fram á mótinu.
Meira

Tímamót við skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar

Lokatónleikar og skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar fóru fram föstudaginn 21. maí sl. í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð með þeim takmörkunum sem Covid sóttvarnir krefjast. Alls stunduðu 150 nemendur nám við skólann þetta starfsárið en skólinn hefur fjórar starfsstöðvar í héraðinu; á Hólum, Hofsósi, Sauðárkróki, og í Varmahlíð.
Meira

Höfðaskóli fær Grænfána

Í gær, fimmtudaginn 27. Júlí, var Grænfáninn dreginn að húni í Höfðaskóla á Skagaströnd og Höfðaskóli því orðinn skóli á grænni grein, en frá því var greint á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Meira

Akureyringar með rothögg á lokasekúndunni

Meiri verður dramatíkin varla á fótboltavellinum en í kvöld þegar lið Tindastóls og Þórs/KA mættust á Sauðárkróksvelli. Lið Tindastóls leiddi lengstum í leiknum en gestirnir tóku yfir leikinn í síðari hálfleik, jöfnuðu metin þegar um 20 mínútur voru eftir og gerðu síðan sigurmarkið bókstaflega með síðasta sparki leiksins – rothögg um leið og bjallan klingdi! Svekkjandi úrslit fyrir Stólastúlkur en kannski má segja að sigur Þórs/KA hafi verið sanngjarn að þessu sinni. Lokatölur 1-2.
Meira

Atli Dagur fær góða umsögn frá doktor í tónlist

Undankvöld Músíktilrauna fóru fram í vikunni sem er að líða í fjórum hlutum, eitt kvöld í senn. Atli Dagur Stefánsson frá Sauðárkróki kom fram á þriðja kvöldinu einn síns liðs, en komst því miður ekki áfram á úrslitakvöldið. Engu að síður fékk hann góða umsögn frá Dr. Arnari Eggert Thoroddsen, doktor í tónlistarfræðum, en hann skrifaði í morgunblaðið og á heimasíðu sína umsagnir um öll þau atriði sem komu fram á undankvöldum Músíktilrauna.
Meira

Veðjum á ungt fólk

Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum.
Meira

Fyrsta framhaldsprófið í söng frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Í gær voru haldnir burtfararprófstónleikar Elvars Loga Friðrikssonar í Blönduóskirkju en Elvar Logi þreytti framhaldspróf í klassískum söng undir leiðsögn Ólafs Rúnarssonar söngkennara og Elinborgar Sigurgeirsdóttur fv. skólastjóra og tónfræðikennara, og voru tónleikarnir hluti af því.
Meira