Vilja starfsstöð RARIK aftur á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
26.05.2021
kl. 09.55
Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir bókun byggðarráðs þar sem skorað er á stjórn RARIK að endurskoða staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. Ítrekar sveitarstjórn enn og aftur mikilvægi þess að opna að nýju starfsstöð RARIK á Hvammstanga og hvetur stjórn þess til að endurvekja starfsstöðina og tryggja með því öryggi íbúa og þjónustu á Norðurlandi vestra.
Meira
