Fréttir

Vilja starfsstöð RARIK aftur á Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir bókun byggðarráðs þar sem skorað er á stjórn RARIK að endurskoða staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. Ítrekar sveitarstjórn enn og aftur mikilvægi þess að opna að nýju starfsstöð RARIK á Hvammstanga og hvetur stjórn þess til að endurvekja starfsstöðina og tryggja með því öryggi íbúa og þjónustu á Norðurlandi vestra.
Meira

Mikið um framkvæmdir á Blönduósi

Um þessar mundir eru menn stórhuga á Blönduósi og mikið er um nýjar framkvæmdir, þar rís bæði íbúðarhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Búið er að reisa 5 íbúða raðhús við Sunnubraut sem verða tilbúnar til afhendingar í sumar og byrjað er byggja tveggja íbúða parhús við Smárabraut.
Meira

Gefum börnunum hljóðfæri í sumargjöf

Nú er Eurovision að baki og allri umræðu sem því fylgir að mestu lokið. Fólk hefur fundið ýmsar hliðar á keppninni til að gasa um; Framlag Íslands, forgang Eurovision-fara í bólusetningu, hvort Gísli Marteinn geti ekki bara verið heima hjá sér, eða hvort skattpeningar sínir séu að fara í þetta? En hvað sem því líður, þá held að það skipti ekki máli hvort umræðan sé neikvæð eða jákvæð fyrir Eurovision, því ég held því fram eins og margir aðrir að öll umfjöllun sé góð umfjöllun.
Meira

Eliza hittnari með haglabyssuna - Forsetahjónin í menningarreisu í Skagafjörð

Forsetahjónin, Eliza Jean Reid og Guðni Th. Jóhannesson, vörðu hvítasunnuhelginni í Skagafirði þar sem þau voru í óopinberri heimsókn með börnum sínum. Gistu þau á Syðra-Skörðugili, þar sem sauðburður stendur sem hæst, og nutu afþreyingar, menningar og matar í héraðinu.
Meira

Formleg opnun TextílLab á Blönduósi

Föstudaginn 21. maí síðastliðinn var TextílLab opnað á Blönduósi að Þverbraut 1 en hún er fyrsta TextílLab smiðja sinnar tegundar hér á landi og tilheyrir Textílmiðstöð Íslands.
Meira

Sameining styrkir samfélagið

Sameining sveitarfélaga í A Hún er mjög mikilvæg. Fjölmörg sóknarfæri eru fyrir svæðið í heild ef íbúar allra sveitarfélaga samþykkja sameiningu. Þá verðum við í einu sveitarfélagi eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Tíminn þangað til yrði notaður til að undirbúa þennan merka áfanga mjög vel.
Meira

R-rababaraveisla á Sjávarborg í Nýsköpunarviku

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga mun bjóða uppá rababaradrykki- og mat vikuna 26. maí – 2. júní í samstarfi við R-rabbabara, lítið fyrirtæki á Svalbarðseyri sem sérhæfir sig í að framleiða matvörur úr íslenskum rababara og koma honum á framfæri. Á boðstólnum verða rababarakokteilar, fiskréttir og rababarapæ sem dæmi.
Meira

Bæjarhátíðir á Norðurlandi vestra í sumar

Nú er sumarið að ganga í garð og allt sem því fylgir og þar á meðal bæjarhátíðir. Í sumar er fyrirhugað að halda þrjár bæjarhátíðir á Norðurlandi vestra, Eldur í Húnaþingi í Húnaþingi vestra, Húnavaka á Blönduósi og Hofsós Heim á Hofsósi. Feykir hafði samband við skipuleggjendur hátíðanna og kynnti sér þær nánar.
Meira

Styrktarmót GSS til styrktar kvennaliði Tindastóls í knattspyrnu

Á föstudaginn næsta, 28. maí mun GSS standa fyrir skemmtimóti í golfi til styrktar og stuðnings meistaraflokki kvenna í knattspyrnu sem nú spilar í fyrsta sinn í sögu Tindastóls í efstu deild.
Meira

Útskrift fíkniefnaleitarhunda og umsjónarmanna þeirra

Nú á dögunum fór fram útskrift fíkniefnaleitarhunda og þjálfara í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal þar sem útskrifuð voru fjögur ný teymi hunda og þjálfara ásamt því að fimm önnur teymi luku endurmati.
Meira