Fréttir

Markaðsráð Kindakjöts auglýsir eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða

Markaðsráð Kindakjöts hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. Auglýst er eftir umsóknum og styrkjum úthlutað tvisvar á ári. Einstaklingar, hópar, félög, samtök, rannsóknarstofnanir, háskólar og fyrirtæki geta sótt um styrki vegna sauðfjárafurða hjá Markaðsráði Kindakjöts. Greint er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Hafði planað ferð á tónleika með Paul en þá kom Covid... / RAGNAR KARL

Það er Ragnar Karl Ingason (1964) sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið. Ragnar býr á Grandanum í Reykjavík en fæddist og ólst upp á Hvammstanga, sonur Sigríðar Karlsdóttir sjúkraliða og Inga Bjarnasonar mjólkurfræðings. „Móðir mín ólst upp á Laugarbakka í Miðfirði en faðir minn flutti á sínum tíma til Hvammstanga frá Selfossi,“ segir Ragnar Karl sem einnig bjó um tíma á Blönduósi.
Meira

Atvinnumál kvenna - Styrkúthlutun

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, úthlutaði styrkjum nú á dögunum til Atvinnumála kvenna. Alls bárust 300 umsóknir og af þeim hlutu 44 verkefni styrki. Fjögur verkefni af 44 koma af Norðurlandi vestra.
Meira

Ferðagjöfinni eytt fyrir 18 milljónir á Norðurlandi vestra

Samkvæmt Mælaborði Ferðaþjónustunnar var Ferðagjöfinni eytt fyrir að andvirði 18 milljóna á Norðurlandi vestra. Átta milljónum var eytt afþreyingu, öðrum átta milljónum í gistingu og svo urðu þrjár milljónir eftir á veitingastöðum á svæðinu.
Meira

Hrútey hlýtur styrk frá Ferðamálastofu

Í fundargerð byggðarráðs Blönduósbæjar 26. Maí sl.  kom fram staðfesting á því að ferðamálastofa hafi veitt Hrútey styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 15 milljóna króna.
Meira

Stólastúlkur stóðu í Blikum í Mjólkurbikarnum

Lið Breiðabliks og Tindastóls mættust í kvöld í Mjólkurbikarnum og var leikið í Kópavogi. Blikar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum en gekk illa að hrista af sér baráttuglaðar Stólastúlkur. Heimaliðið gerði þó mark í sitt hvorum hálfleik en Murr minnkaði muninn seint í leiknum og þar við sat. Lið Tindastóls er því úr leik í bikarnum en lokatölur 2-1.
Meira

Við erum fyrst og síðast að hugsa um öryggi ferðamanna

Undanfarna daga hefur verið mikið um framkvæmdir í Drangey en eins og Feykir greindi frá í seinustu viku er verið að endurbæta flotbryggjuna þar og festingar, sem eyðilögðust í veðurofsum í fyrra. Feykir hafði samband við Viggó Jónsson, forsprakka Drangeyjarferða og spurði hann út í þær framkvæmdir sem hafa átt sér stað í eyjunni.
Meira

Kaflaskil í landbúnaði – Ræktum Ísland

Það þarf ekki að fjölyrða um gildi og þýðingu íslensks landbúnaðar, fyrir þeim sem á annað borð geta séð í samhengi þjóðarhag og hagsmuni þeirra sem landið byggja. Áhrif landbúnaðar eru langt umfram fjölda bænda, eða beinharðar framleiðslutölur eða hlutdeildar á markaði matvæla. Landbúnaður hefur sannarlega gengið í gegnum mikla breytingar á undanförnum áratugum. Óvíða hefur framleiðni aukist meira.
Meira

Blönduósbær hyggst færa viðskipti sín yfir til Landsbankans

Á fundi byggðarráðs Blönduósbæjar miðvikudaginn 26. maí síðastliðinn, greindi sveitastjóri Blönduósbæjar, Valdimar O. Hermannsson frá því hann hefði átt viðræður við Landsbankann um bankaviðskipti sveitarfélagsins. Samhliða því lagði hann til að Blönduósbær færði viðskipti sín til Landsbankans.
Meira

Starfshópur um Umhverfisakademíu á Húnavöllum skilar af sér skýrslu

Við undirbúning kosningar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í austur Húnavatnssýslu kom fram sú hugmynd að koma á fót námi í umhverfisfræðum á Húnavöllum. Hugmyndin er liður í því að gera fyrirhugað nýtt sveitarfélag að umhverfisvænasta sveitarfélagi landsins. Til að sú framtíðarsýn verði að veruleika þarf að eiga sér stað mikil stefnumótun og vinna við aðgerðaráætlun.
Meira