Fréttir

Sigurður Þorsteinsson semur við körfuknattleiksdeild Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Sigurð Þorsteinsson um að leika með liðinu næsta tímabil. Sigurð þarf vart að kynna þeim sem fylgjast með körfubolta en hann hefur mikla reynslu bæði innanlands sem erlendis. Í vetur lék Sigurður með liði Hattar á Egilsstöðum sem, eftir ágæta frammistöðu, féll um deild með 14 stig, fjórum stigum frá Tindastól sem náði inn í úrslitakeppni með 18 stig.
Meira

Landsnet boðar til funda með landeigendum vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

Í næstu viku hefur Landsnet boðað til funda með landeigendum vegna fyrirhugaðrar lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1. Fundirnir eru tveir annars vegar þann 1. júní að Hótel Hamri í Borgarnesi og seinni fundurinn að Hótel Glym í Hvalfirði þann 3. júní. Fundirnir hefjast kl: 20.00 og áætlað að ljúki um 22.00. Sama efni verður á báðum fundunum engin svæðisskipting einungis verið að gefa möguleika á tveimur dagsetningum og vali á fundarstað. Meginþema fundanna verður vinnustofa þar sem unnið verður með valkostagreiningu línuleiðar og einnig verða framsöguerindi sem tengjast því efni.
Meira

Uppskriftabók Öbbu - Fjóla Sigríður gefur út bók til minningar um mömmu sína

Fjóla Sigríður Stefánsdóttir er 31 árs fæddur og uppalinn Sauðkrækingur, en er í dag búsett með manninum sínum í Kópavogi. Móðir hennar hét Aðalbjörg Vagnsdóttir en var alltaf kölluð Abba. Hún lést þann 28. október síðastliðinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein til margra ára. Á dánarbeðinu lofaði Fjóla móður sinni að gefa út uppskriftabók með uppskriftunum hennar en þær höfðu áður talað um að gera það en aldrei látið verða af því sökum heilsubrests hjá Öbbu. En nú er komið að því.
Meira

Sterk þrjú stig í pott Húnvetninga

Leikmenn Kormáks Hvatar bættu þremur stigum í pottinn þegar þeir mættu Úlfunum á Framvellinum í Reykjavík í gær. Bæði lið höfðu unnið einn leik og tapað öðrum í ansi jöfnum D-riðli 4. deildar og því mikilvægt fyrir bæði lið að sækja þrjú stig og koma sér betur fyrir á stigatöflunni. Húnvetningar skoruðu snemma leiks og þar við sat, lokatölur 0-1.
Meira

„Það verður alltaf þörf fyrir prentun,“ segir Guðni prentari sem rifjar upp aðkomu sína sem prentari Feykis í tilefni 40 ára afmæli blaðsins

Guðni Friðriksson hefur séð um að prenta Feyki í 34 ár og stendur enn við prentvélina. Hann segir mestu breytinguna í gegnum tíðina hafa verið í sambandi við uppsetningu, sem nú fer fram í tölvu, og svo þegar fjórlitaprentvélin kom í hús og allt blaðið litprentað. „Það er tvímælalaust mesta breytingin,“ segir hann en Feyki langaði að rifja upp með Guðna þátt prentsins í útgáfusögu blaðsins.
Meira

Það var allt til á háaloftinu hjá mömmu - Áskorendapenni Þórhalla Guðbjartsdóttir Blönduósi

Foreldrar mínir fluttu á Blönduós, nánar tiltekið á Húnabraut 34, sumarið 1965. Þá var ég níu mánaða gömul. Við áttum engar ættir að rekja til Húnavatnssýslna og enga nákomna ættingja þar en okkur var vel tekið og eignuðumst við fljótt stóra „fjölskyldu“ sem voru nágrannar okkar við Húnabrautina.
Meira

Stigaskipti og strigakjaftur á Sauðárkróksvelli

Lið Tindastóls og Augnablika mættust í hörkuleik í dag í 3. deildinni en leikið var á Sauðárkróksvelli. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks en gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks og þrátt fyrir mikil átök tókst hvorugu liðinu að gera sigurmarkið og skildu því jöfn. Lokatölur 1-1.
Meira

Samhent handavinnuhjón

Hjónin María Hjaltadóttir og Reynir Davíðsson eru handverksfólk vikunnar. Um áratuga skeið voru þau kúabændur á Neðri-Harrastöðum í Skagabyggð og með búskapnum voru þau landpóstar. María og Reynir eru flutt til Skaga-strandar og hafa komið sér þar vel fyrir, þar hafa þau komið sér uppi góðri aðstöðu fyrir áhugamálin, en Reynir útbjó sér smíðaskemmu í kjallaranum þar sem hann er með rennibekk og alls kyns verkfæri. Þau segja að þegar þau hættu búskapnum hafi þau loks haft tíma fyrir áhugamál.
Meira

Hefur verið starfrækt óslitið síðan 1947

Einn af þeim framleiðendum sem hafa verið að bjóða upp á vörur sínar í bíl smáframleiðenda er Garðyrkjustöðin Laugarmýri og kannast eflaust margir við fallegu blómin þeirra sem prýða marga garðana á sumrin. En Laugarmýri er ekki bara þekkt fyrir blómin þau rækta margt fleira og má þar t.d. nefna góðu og safaríku gúrkurnar sem eru ómótstæðilegar í salatið eða bara sem snakk.
Meira

L&E ehf. tekur við rekstri tjaldsvæðisins á Blönduósi - Leggja áherslu á framúrskarandi þjónustu og vinalegt viðmót

Um síðustu mánaðamót var tilkynnt um nýja rekstraraðila tjaldsvæðisins í Brautarhvammi á Blönduósi en þar er á ferðinni fyrirtækið L&E ehf. sem er í eigu Liyu og Ebba sem einnig eiga og reka matsölustaðinn Teni. Á heimasíðu Blönduóss kemur fram að einnig verði starfrækt Upplýsingamiðstöð í gamla Kaupfélagshúsinu en gert er ráð fyrir að fjöldi manns ferðist innanlands í sumar og nýir rekstraraðilar byrjaðir að undirbúa móttöku ferðalanga. Feykir sendi spurningar á Liyu og forvitnaðist um þetta nýja fyrirkomulag í bænum.
Meira