Fréttir

Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Við í Samfylkingunni óskum eftir þínum stuðningi til að leiða breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir Ísland. Við höfum átt í innihaldsríku samtali við þjóðina síðastliðin tvö ár og því ætlum við að halda áfram. Það að vera í þjónustu við þjóðina þýðir að hlusta og rækta samband við fólkið í landinu. Það höfum við gert og ætlum að gera áfram. Þetta samtal er grunnurinn að stefnu Samfylkingarinnar fyrir þessar kosningar sem birtist í Planinu, þremur útfærðum tillögum í efnahagsmálum, velferðarmálum og atvinnu- og innviðamálum.
Meira

Þorbjörg Eyhildur og Sæmundur Sigursveinn - Minning

Fallin eru frá þau mætu hjón Þorbjörg Eyhildur Gísladóttir og Sæmundur Sigursveinn Sigurbjörnsson frá Syðstu-Grund í Skagafirði. Þeirra er vert að minnast. Þegar dró að jarðarför þeirra fóru veðurguðirnir að ýfa sig svo mörgum varð nóg um og órótt í sinni en hvað gerist? Jú, guðirnir þeir höfðu hemil á sér daginn sem útförin fór fram þann 16. nóvember s.l. og dagurinn varð bjartur í kuldalegri fegurð sinni. Fannhvít Blönduhlíðarfjöllin með Glóðafeyki fremstan meðal jafningja, drúptu höfði af virðingu þegar þau voru jarðsett í Flugumýrarkirkjugarði, hjónin sem búið höfðu lengst af ævi sinnar undir þeirra vernd.
Meira

Baráttusigur Stólastúlkna í Hveragerði

Kvennalið Tindastóls í Bónus deildinni tók þátt í enn einum spennuleiknum í gærkvöldi þegar liðið sótti Hamar/Þór heim í Hveragerði. Eftir leik sem lengstum var hnífjafn, liðin skiptust 13 sinnum á um að hafa forystuna og 14 sinnum var allt jafnt, þá voru það gestirnir sem reyndust grimmari á lokakaflanum. Þær voru níu stigum undir þegar fimm mínútur voru til leiksloka en snéru taflinu við og unnu leikinn 103-105.
Meira

Jólatónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga

Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga heldur sína árlegu jólatónleika í desember. Um er að ræða þrenna tónleika sem fara fram í Blönduóskirkju og Hólaneskirkju.
Meira

Sungið af hjartans lyst

Senn kemur út bókin Sungið af hjartans lyst en þar skráir Sölvi Sveinsson sögu Friðbjörns G. Jónssonar söngvara. Það er Sögufélag Skagfirðinga sem gefur bókina út. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Sölva í tilefni af útgáfu bókarinnar og byrjaði að biðja hann um að segja deili á viðfangsefninu.
Meira

Nemendur FNV á faraldsfæti

Dagana 13.-17. nóvember fór hópur nemenda frá FNV til Uherské Hradiště í Tékklandi í Eramsus+ ferð. Í frétt á vef FNV segir að um hafi verið að ræða hluta af verkefninu INCLUSION: A human right and opportunity for all (Mannréttindi og tækifæri fyrir alla) þar sem áhersla er lögð á stuðning og samleið þeirra sem þurfa stuðning vegna ýmissa þátta, líkt og að nota hjólastól, skerðing á sjón eða heyrn, sem og aðrar andlegar eða líkamlegar skerðingar.
Meira

Vilt þú breytingu á stjórn landsins? | Hannes S. Jónsson skrifar

Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand.
Meira

Ljós víða tendruð um helgina

Aðventan hefst um helgina og víða verða ljós tendruð á jólatrjám, margur maðurinn reyndar löngu búinn að skreyta hús sín og væntan-lega margir sem taka til við það næstu daga.
Meira

Björgunarsveitin Strönd aðstoðaði fasta ökumenn á Þverárfjalli

Seint í gærkvöldi var björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd kölluð út vegna sex bíla sem sátu fastir í snjó á Þverárfjalli. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunarsveitarfólk hafi farið úr húsi rétt um hálf tólf og var búið að losa alla bíla um 50 mínútum síðar.
Meira

Hefur gaman af því að tala og vera í félagsskap annarra

Arna Lára Jónsdóttir er Vestfirðingur, borin og barnfædd Ísfirðingur, þar sem hún hef búið mest megnið af sínu lífi fyrir utan námsárin í Reykjavík og Kaupamannahöfn. Sambýlismaður hennar er Ingi Björn Guðnason og eiga þau þrjú börn, Hafdísi, sem stundar doktorsnám í efnafræði í Bretlandi, Helenu, sem er í stýrimannaskólanum og Dagur, sem býr enn í foreldrahúsum. Arna er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og tekur nú oddvitasæti Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.
Meira