Smuga á Ytri-Hofdölum í Skagafirði mjólkaði mest á síðasta ári
feykir.is
Skagafjörður
19.02.2021
kl. 08.13
Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir árið 2020, bæði í mjólkur- og kjötframleiðslunni hafa nú verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Nythæsta kýrin á landinu síðasta árs reyndist vera Smuga á Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði en hún mjólkaði alls 14.565 kg með 4,89% fitu og 3,34% próteini. Í samantekt skýrslu RLM segir að burðartími Smugu hafi fallið ágætlega að almanaksárinu en hún bar sínum sjötta kálfi 3. nóvember 2019.
Meira
