Fyrsta barn ársins Hvammstangabúi
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
02.01.2021
kl. 15.21
Fyrsta barn ársins fæddist á fæðingardeild Landspítalans þegar 24 mínútur voru liðnar af árinu. Var það stúlka sem vó 3.770 grömm og var 52 sentimetra löng að því er greint var frá í fréttum RÚV í gær. Fjölskylda stúlkunnar er frá Hvammstanga. Er stúlkan ein þriggja barna sem fæddust á Landsspítalanum fyrstu nótt ársins en auk þess fæddist eitt barn á sjúkrahúsinu á Akureyri.
Meira
