Hjólað í vinnuna 2020
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
30.04.2020
kl. 08.20
Miðvikudaginn 6. maí nk. mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefja heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna í átjánda sinn sem standa mun að vanda yfir í þrjár vikur eða til 26. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta.
Meira