Fréttir

Hvar liggur ábyrgðin?

Fyrir síðustu jól bárust fregnir af fjölskyldu á Hofsósi sem þurfti að yfirgefa húsnæði sitt vegna bensínleka úr tanki frá olíustöð N1 hinu megin við götuna. Þar láku mörg þúsund lítrar af eldsneyti í jarðveginn, en erfitt hefur verið að fá nákvæmar tölur á birgðahaldi frá N1, sem getur ekki talist traustvekjandi.
Meira

Birna Ágústsdóttir skipuð í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra

Dómsmálaráðherra hefur skipað Birnu Ágústsdóttur í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra frá 1. janúar næstkomandi.
Meira

Byggðastofnun kortleggur húsnæði fyrir störf án staðsetningar

Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir störf án staðsetningar. Var upplýsingum safnað saman með aðstoð landshlutasamtaka sveitarfélaga og eru þær upplýsingar settar fram á korti sem finna má hér. Sagt er frá þessu í frétt á vef Byggðastofnunar.
Meira

Háskólinn á Hólum fær rannsóknarstyrk frá NordForsk

Fiskeldis – og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum er þátttakandi í samnorrænu rannsóknarverkefni sem nýlega hlaut styrk frá NordForsk. NordForsk er rannsóknarsjóður sem heyrir undir Norræna ráðherraráðið en þar eru Eystrasaltslönd að auki. Fram kemur í frétt á Hólar.is að verkefninu er stýrt af Háskólanum í Gautaborg og meðal annarra þátttakenda er Háskólinn í Bergen, fóðurverksmiðjan Skretting og íslensku fiskeldisfyrirtækin Artic fish og Laxar fiskeldi. Heildarstyrkurinn er um 145 milljónir og koma um 29 milljónir í hlut Hólaskóla.
Meira

Notkun á bóluefni Pfizer heimiluð hér á landi

Lyfjastofnun hefur veitt bóluefninu Comirnaty frá BioNTech/Pfizer skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið ver einstaklinga gegn COVID-19 og er ætlað til notkunar hjá einstaklingum 16 ára og eldri. Þar með geta bólusetningar gegn COVID-19 hafist hér á landi þegar bóluefnið verður tiltækt. Þetta kemur fram í frétt á vef Lyfjastofnunar.
Meira

Jólalag dagsins – Jólaklukkur

Það er nú varla hægt að vera með jólalög án þess að fá Hauk Morthens til að syngja eins og eitt lag. Jólalag dagsins heitir Jólaklukkur upp á okkar ylhýra mál og er að finna á jólaplötunni Hátíð í bæ sem kom út hjá Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur fyrir jólin 1964. Á frummálinu heitir lagið Jingle Bells og er eitt þekktasta ameríska lag í heimi samið af James Lord Pierpont (1822–1893).
Meira

Húnavatnshreppur vill úttekt á rekstri Brunavarna Austur-Húnvetninga

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Húnavatnshrepps vilji að hlutlaus aðili taki út rekstur og þörf á Brunavörnum Austur-Húnvetninga (BAH) í núverandi mynd og að þeirri úttekt verði lokið fyrir 15. febrúar næstkomandi. Á fundi stjórnar BAH 9. desember síðastliðinn var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og nema framlög sveitarfélaganna tveggja sem standa að samlaginu samtals 52,6 milljónum króna.
Meira

Óskar Smári þjálfar Stólakrakka á nýju ári

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hefur tilkynnt að samið hafi verið við Óskar Smára Haraldsson frá Brautarholti um að gerast þjálfari hjá félaginu. Hann hefur áður þjálfað hjá Stólunum og á að baki 95 leiki fyrir félagið ef blaðamður hefur lagt rétt saman. Hann hefur síðustu misserin þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni og gerði 2. flokk kvenna hjá Garðbæingum að Íslandsmeisturum í haust.
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Vetrarsólstöður eru í dag á norðurhveli jarðar en frá þeim tíma tekur sól að hækka á lofti á ný. Á suðurhvelinu eru hins vegar sumarsólstöður.
Meira

Tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks sveitarfélaga felld

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið síðastliðinn föstudag og var það í fyrsta sinn sem landsþing fór fram í fjarfundi. Í frétt á vef sambandsins segir að ráðherra sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi ávarpað landsþingið og svarað spurningum landsþingsfulltrúa ásamt fjármála- og efnahagsráðherra. Áherslur sveitarstjórnarmanna voru sérstaklega á frumvarp sveitarstjórnarráðherra um breytingu á sveitarstjórnarlögum þar sem meðal annars er kveðið á um lágmarksíbúafjölda og um mikilvægi þess að tryggja sveitarfélögum fjármagn til að halda úti lögbundinni þjónustu þar sem tekjur sveitarfélaga hafa skerst verulega í kjörfar covid-19.
Meira