Fréttir

Smávirkjanasjóður auglýsir eftir umsóknum

Smávirkjanasjóður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.
Meira

Mikilvægt að halda fókus þó veður sé gott

Almannavarnir hafa fengið ábendingar um aukna hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi og segir á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ástæðan sé líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála er varðar afléttingu samkomubanns.
Meira

KK Restaurant býður upp á heimsendingar í Skagafjörðinn

Síðastliðinn laugardag bryddaði KK Restaurant á Króknum upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á heimsendingar í sveitina á mat af seðli. „Já, við prufuðum þetta með dúndur tilboði og það gekk ágætlega og það sem var skemmtilegast var hvað fólk var þakklátt fyrir þessa nýbreytni,“ segir Tómas Árdal hjá KK Restaurant í samtali við Feyki. „Leikurinn verður endurtekinn nú á laugardaginn en þá munum við fara til Hofsóss með viðkomu á Hólum, en allar upplýsingar má finna á Facebook-síðu KK.“
Meira

Tólf ár frá heimsókn forsetahjónanna í Skagafjörð

Fyrir tólf árum síðan, dagana 15.–16. apríl 2008, komu góðir gestir í Skagafjörðinn en það voru sjálf forsetahjónin, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. Þau fóru vítt og breitt um héraðið og er óhætt að fullyrða að þau hafi heillað heimamenn upp úr skónum og þeir eru margir sem minnast heimsóknarinnar með hlýhug.
Meira

Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga býður til fyrirlestrar næstkomandi sunnudag, 19. apríl, á Facebooksíðu USVH. Þar mun Erna Kristín Stefánsdóttir í #Ernulandi vera með fyrirlestur um jákvæða líkamsímynd.
Meira

Tilraunamatseðill í Gránu Bistro næstu daga

„Já, okkur er frekar þröngur stakkur skorinn þegar ferðaþjónusta í heiminum liggur að mestu niðri og samkomubann er í gildi. Við erum með lokað til 4.maí en okkur langar að sýna lit og bjóða upp á eitthvað nýtt á matseðli fyrir íbúa hér,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson í Gránu á Sauðárkróki en Grána Bistro auglýsir núna, fimmtudag til sunnudags, tímabundna opnun í eldhúsi frá kl. 17-21 þar sem boðið er uppá tilraunamatseðil.
Meira

Greiðslum til sauðfjárbænda vegna COVID-19 flýtt

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð sem flýtir stuðningsgreiðslum við sauðfjárrækt um nokkra mánuði. Er það gert til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar á íslenskan landbúnað en aðgerðin mun sérstaklega nýtast þeim stóra hópi sauðfjárbænda sem stundar aðra starfsemi samhliða búskap, t.d. í ferðaþjónustu, og hafa fundið fyrir miklum áhrifum COVID-19 á greinina.
Meira

Yfir 400 manns á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi vestra

Alþingi samþykkti fyrir skömmu frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda. Lögin fela í sér að laun sem greidd eru samhliða minnkuðu starfshlutfalli koma ekki til skerðingar á atvinnuleysisbótum.
Meira

Hlustaði endalaust á Woman in Love þegar hún var 3 ára / SIGRÚN STELLA

Að þessu sinni er það Sigrún Stella Haraldsdóttir (1979) sem svarar Tón-lystinni en lag hennar, Sideways, hefur fengið talsverða spilun bæði hér á Fróni og í Kanada upp á síðkasta – enda hörkufínt lag. „Ég ólst upp í Winnipeg í Kanada og á Akureyri,“ tjáir Sigrún Stella Feyki. „Faðir minn var hann Haraldur Bessason [Halli Bessa] heitinn frá Kýrholti í Skagafirði og móðir mín er Margrét Björgvinsdóttir.“ Sigrún Stella býr nú í Toronto í Kanada.
Meira

Fimm sæta einangrun á Norðurlandi vestra

Enn fækkar á lista aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra sem ýmist sitja í einangrun eða sóttkví vegna Covid 19. Samkvæmt tölum dagsins er staðan á Norðurlandi vestra þann 15. apríl þannig að fimm eru í einangrun, allir í Húnaþingi vestra en ellefu í sóttkví. Flestir þeirra eru á Sauðárkróki eða sex einstaklingar meðan fimm eru í sóttkví í Húnaþingi vestra. Þar með fjölgar um tvo sem hafa náð bata eða alls 30 manns.
Meira