Fréttir

Rannsaka líðan þjóðar á tímum COVID-19

Vísindamenn Háskóla Íslands hafa í samstarfi við Embætti landlæknis og sóttvarnarlæknis hrundið af stað vísindarannsókninni Líðan þjóðar á tímum COVID-19. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna til þess m.a. að geta í framtíðinni brugðist enn betur við áhrifum samfélagslegra áfalla á borð við heimsfaraldur. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára sem hafa rafræn skilríki er boðið að taka þátt í rannsókninni á vefsíðunni lidanicovid.is.
Meira

Stóri plokkdagurinn á morgun

Á Degi umhverfisins, sem haldinn er hátíðlegur á Íslandi þann 25. apríl ár hvert, hafa helstu plokkarar landsins boðað til allsherjar plokks um allt land. Sveitarfélagið Skagafjörður vill vera með hvetur alla til þess að tína rusl í sínu nærumhverfi. „Skemmtileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og kjörið tækifæri til þess að sameina útiveru og hreyfingu,“ segir á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

Strandveiðar leyfðar á almennum frídögum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar árið 2020. Er hún efnislega samhljóða reglugerð um strandveiðar síðasta árs að öðru leyti en því að lagaheimild ráðherra til að banna strandveiðar á almennum frídögum er ekki nýtt í þessari reglugerð. Því verður á þessari vertíð strandveiða ekki bannað að stunda veiðar á almennum frídögum að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins.
Meira

Treystum á ferðaþjónustuna

Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mikil á að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein með aukinni markaðssetningu á vetrinum og stöðugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur fjölgað um allt land og fjárfestingar aukist en innviðauppbygging ekki haldið í takt við eftirspurn ferðamanna eftir heimsóknum á svæðið.
Meira

Rekstrargrundvöllur margra fyrirtækja horfinn

Rekstrargrundvöllur margra fyrirtækja á Norðurlandi vestra er horfinn vegna kórónuveirufaraldursins þar sem ferðaþjónustan skipar stóran sess í rekstrinum segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, í samtali við Ríkisútvarpið í morgun. Hún segir annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar nokkur vonbrigði fyrir fyrirtæki á svæðinu. Samtökin hafa sjálf reynt að bregðast við með fjárframlagi.
Meira

Náttúruminjasafn Íslands semur við Fjölnet

Náttúruminjasafn Íslands hefur samið við Fjölnet um að sjá um rekstur tölvukerfa safnsins en um er að ræða alrekstur ásamt tengdri notendaþjónustu og viðeigandi öryggisráðstöfunum. Náttúruminjasafnið er fræðslu- og vísindastofnun sem er ætlað að gegna miðlægu hlutverki við miðlun þekkingar og upplýsinga um náttúrufræðileg efni og vera ráðgefandi gagnvart öðrum söfnum landsins sem sýsla með náttúruna. Stofnunin byggir starfsemi sína á rannsóknum og gagnaöflun á eigin vegum og í samstarfi við aðra, miðlun þekkingar og upplýsinga með staf- og rafrænni útgáfu, ráðgjöf, fyrirlestrum og sýningarhaldi.
Meira

Gleðilegt sumar!

Í dag er sumardagurinn fyrsti, yngismeyjadagurinn, og óskar Feykir öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir sögulegan vetur. Dagurinnn er einnig sá fyrsti í Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumar og vetur frusu ekki saman að þessu sinni á Norðurlandi vestra.
Meira

Rabb-a-babb 186: Valli Blönduósingur

Nafn: Valli. Hvað er í deiglunni: Njóta þess að vera orðinn löggiltur gamall, vinna meðan ég nenni og hugsa um kirkjugarðinn og kótilettur í frítímum. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Fór úr fermingafötunum um leið og ég kom heim til að hjálpa kind sem var að bera niður á bjargi. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Á biðstofu á Sjúkrahúsinu á Blönduósi, hún fótbrotin og ég tábrotinn.
Meira

Allir með Feyki!

Það er forvitnilegur Feykir sem kom út í dag, stútfullur af fróðlegu og skemmtilegu efni. Í aðalefni blaðsins er fjallað um Ernuna, skipsflakið á Borgarsandi við Sauðárkrók, saga þess rifjuð upp og fjöldi mynda fylgir með sem sýnir skipið í mismunandi brúkun og ástandi. Glæst skip sem endaði í ljósum logum.
Meira

Vestur-Húnvetningar með afurðahæstu sauðfjárbúin

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, RML, hefur birt niðurstöður úr afurðaskýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar fyrir framleiðsluárið 2019. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef Bændablaðsins þar sem segir að útkoman sé góð í heildina og niður­stöður keimlíkar því sem árið 2018 skilaði. Fleiri bú ná þó mjög góðum árangri og búum á topplistunum fjölgar.
Meira