Rannsaka líðan þjóðar á tímum COVID-19
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.04.2020
kl. 14.59
Vísindamenn Háskóla Íslands hafa í samstarfi við Embætti landlæknis og sóttvarnarlæknis hrundið af stað vísindarannsókninni Líðan þjóðar á tímum COVID-19. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna til þess m.a. að geta í framtíðinni brugðist enn betur við áhrifum samfélagslegra áfalla á borð við heimsfaraldur. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára sem hafa rafræn skilríki er boðið að taka þátt í rannsókninni á vefsíðunni lidanicovid.is.
Meira