Fréttir

Íþróttatengd ferðaþjónusta í Skagafirði :: Kristján Bjarni Halldórsson skrifar

Ferðamennska hefur farið vaxandi á Íslandi undanfarin ár en nú hefur veira sett strik í reikninginn. Líklegt má telja að erlendir ferðamenn verði fátíðir gestir í sumar. Aftur á móti binda aðilar í ferðaþjónustu vonir við að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands. Fegurð Skagafjarðar heillar hvern þann sem sækir fjörðinn heim.
Meira

Um nýtni og viðgerðir – Byggðasafnspistill :: Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar

Í auknum mæli er rætt um nýtingu hluta og endurvinnslu af ýmsu tagi. Við lifum í einnota samfélagi þar sem tíðkast jafnvel að nota bolla einu sinni og henda svo. Við hendum fatnaði sem komið er gat á, í stað þess að lagfæra hann. Við hendum jafnvel óskemmdum fötum, bara vegna þess að við erum leið á þeim. Verðmætamat hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum.
Meira

Heimagerðir hamborgarar og hollari sjónvarpskaka

Hjónin Arnrún Bára Finnsdóttir og Kristján Ásgeirsson Blöndal lögðu til uppskriftir í matarþátt Feykis í 18. tbl. 2018. Þau búa á Blönduósi þar sem Kristján er fæddur og uppalinn en Arnrún kemur frá Skagaströnd. Kristján er annar stýrimaður á Arnari HU 1 og Arnrún starfar sem hárgreiðslumeistari auk þess að vera í kennaranámi. Jafnframt reka þau litla smábátaútgerð. „Við hjónin leggjum mikið upp úr hreinu mataræði og gerum flest alveg frá grunni. Þessir hamborgarar eru lostæti og slá alltaf í gegn. Þeir eru svo miklu betri en þessir „venjulegu”. Við mælum eindregið með að fólk prófi og sé ekki hrætt við sætkartöflubrauðin. Þau eru mjööög góð, við lofum,“ segja þau Arnrún og Kristján.
Meira

Nýtt hús Byggðastofnunar að verða klárt

Það er allt á fullu við nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki en það er Friðrik Jónsson ehf. sem vinnur verkið. Því á að vera að fullu lokið þann 1. maí nk. og eftir því sem Feykir kemst næst þá er ekkert því til fyrirstöðu að svo verði.
Meira

Þurfum alla þá hjálp sem við getum fengið

Í eðlilegu ástandi hefði boltinn verið farinn að rúlla sem aldrei fyrr enda fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls á laugardaginn eftir viku gegn Hetti/Hugin, samkvæmt upphaflegu plani. Stólastelpur áttu að hefja sitt tímabil í Mosfellsbænum gegn Aftureldingu 6. maí. Feyki lék forvitni á að vita hvernig staðan væri á fótboltanum hjá félaginu og lagði nokkrar spurningar fyrir Rúnar Rúnarsson, formann knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Samstaða um helstu hagsmunamál Húnvetninga

Eitt meginmarkmið verkefnisins Húnvetnings er að koma helstu hagsmunamálum Austur-Húnvetninga á framfæri við stjórnvöld. Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur á fundum sínum fjallað um helstu styrkleika, veikleika, áskoranir og tækifæri svæðisins og íbúa. Samstaða er um það meðal sveitarfélaganna að brýnustu verkefni næstu missera séu á sviði atvinnu- og samgöngumála.
Meira

Svipmyndir frá smábátahöfninni á Skagaströnd

Það var víða blíða á Norðurlandi vestra á sumardaginn fyrsta sem Íslendingar fögnuðu í gær. Enda var líf við smábátahöfnina á Skagaströnd þegar blaðamann Feykis bar að garði; reyndar engin læti og örugglega engin ástæða til þegar sólin skín og vindurinn hvílir lúin bein.
Meira

Skráning hafin í Körfuboltabúðir Tindastóls

Feykir greindi frá því fyrr í mánuðinum að Körfuknattleiksdeild Tindastóls yrði með körfuboltabúðir á Króknum dagana 11.–16. ágúst 2020. Búðirnar eru ætlaðar körfuboltakrökkum á aldrinum 9-18 ára, bæði strákum og stelpum. Nú í vikunni hófst skráning í búðirnar á viðkomandi Facebook-síðu.
Meira

Sumri fagnað á Hvammstanga

Íbúar Húnaþings vestra kveðja veturinn án saknaðar enda hefur hann verið þeim erfiður fyrir margra hluta sakir. Sú hefð hefur verið við lýði á Hvammstanga allt frá árinu 1957 að Vetur konungur afhendi Sumardísinni veldissprota sinn með táknrænum hætti eftir skrúðgöngu íbúa um staðinn. Engin hátíðahöld voru þar í gær en kirkjukór Melstaðarprestakalls ásamt sóknarpresti mætti við sjúkrahúsið og söng fyrir íbúa Nestúns í blíðunni.
Meira

Ekki að drepast úr stressi þó viðskiptin hafi dregist saman

„Það var gripið til þess ráðs að fækka borðum til að verða við tilmælum sóttvarnalæknis en ein helsta breytingin er sú að ferðamenn sjást ekki og Íslendingar sem áttu leið um bæinn eru nánast horfnir líka. Við skiptum starfsfólkinu líka hjá okkur í tvö holl, hádegi og kvöld.,“ segir Árni Björn Björnsson, eigandi Hard Wok Café á Sauðárkróki, aðspurður um hvað hefði helst breyst í rekstrinum í kjölfar Covid-19. „Viðskiptin hafa dregist saman en ekki niður fyrir þau mörk að maður sé að drepast úr stressi,“ bætir hann við.
Meira