Jólalag dagsins – Jólaklukkur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.12.2020
kl. 08.03
Það er nú varla hægt að vera með jólalög án þess að fá Hauk Morthens til að syngja eins og eitt lag. Jólalag dagsins heitir Jólaklukkur upp á okkar ylhýra mál og er að finna á jólaplötunni Hátíð í bæ sem kom út hjá Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur fyrir jólin 1964. Á frummálinu heitir lagið Jingle Bells og er eitt þekktasta ameríska lag í heimi samið af James Lord Pierpont (1822–1893).
Meira
