Fréttir

Jólalag dagsins – Jólaklukkur

Það er nú varla hægt að vera með jólalög án þess að fá Hauk Morthens til að syngja eins og eitt lag. Jólalag dagsins heitir Jólaklukkur upp á okkar ylhýra mál og er að finna á jólaplötunni Hátíð í bæ sem kom út hjá Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur fyrir jólin 1964. Á frummálinu heitir lagið Jingle Bells og er eitt þekktasta ameríska lag í heimi samið af James Lord Pierpont (1822–1893).
Meira

Húnavatnshreppur vill úttekt á rekstri Brunavarna Austur-Húnvetninga

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Húnavatnshrepps vilji að hlutlaus aðili taki út rekstur og þörf á Brunavörnum Austur-Húnvetninga (BAH) í núverandi mynd og að þeirri úttekt verði lokið fyrir 15. febrúar næstkomandi. Á fundi stjórnar BAH 9. desember síðastliðinn var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og nema framlög sveitarfélaganna tveggja sem standa að samlaginu samtals 52,6 milljónum króna.
Meira

Óskar Smári þjálfar Stólakrakka á nýju ári

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hefur tilkynnt að samið hafi verið við Óskar Smára Haraldsson frá Brautarholti um að gerast þjálfari hjá félaginu. Hann hefur áður þjálfað hjá Stólunum og á að baki 95 leiki fyrir félagið ef blaðamður hefur lagt rétt saman. Hann hefur síðustu misserin þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni og gerði 2. flokk kvenna hjá Garðbæingum að Íslandsmeisturum í haust.
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Vetrarsólstöður eru í dag á norðurhveli jarðar en frá þeim tíma tekur sól að hækka á lofti á ný. Á suðurhvelinu eru hins vegar sumarsólstöður.
Meira

Tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks sveitarfélaga felld

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið síðastliðinn föstudag og var það í fyrsta sinn sem landsþing fór fram í fjarfundi. Í frétt á vef sambandsins segir að ráðherra sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi ávarpað landsþingið og svarað spurningum landsþingsfulltrúa ásamt fjármála- og efnahagsráðherra. Áherslur sveitarstjórnarmanna voru sérstaklega á frumvarp sveitarstjórnarráðherra um breytingu á sveitarstjórnarlögum þar sem meðal annars er kveðið á um lágmarksíbúafjölda og um mikilvægi þess að tryggja sveitarfélögum fjármagn til að halda úti lögbundinni þjónustu þar sem tekjur sveitarfélaga hafa skerst verulega í kjörfar covid-19.
Meira

Jólalag dagsins – Hátíð í bæ

Síðustu tvenn jól hafa verið haldnir tónleikar í Sauðárkrókskirkju til styrktar Fjölskylduhjálp Skagafjarðar. Þar hefur Elva Björk Guðmundsdóttir farið fremst í flokki ásamt fjölskyldu og vinum. „… en þar sem aðstæður leyfa það ekki núna, þá skelltum við í nokkur létt lög án fyrirvara skemmtum okkur konunglega en söknuðum ykkar,“ segir í Fésbókarfærslu tónleikahaldara.
Meira

Formaður ungra Framsóknarmanna stefnir á þing.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna gefur kost á sér í 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Lilja hefur verið formaður Sambands ungra Framsóknarmanna síðan 2018 og er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Hrólfsstaðaundrin - Úr Byggðasögu Skagafjarðar

Í Byggðasögu Skagafjarðar eru margir sögumolar sem fylgja samantekt um hverja jörð og margir afar skemmtilegir. Flestir eru gamlir en einn molinn er mjög forvitnilegur og gerist í nútímanum á bænum Hrólfsstöðum í Blönduhlíð þegar verið var að byggja nýja húsið. Ýmislegt átti sér stað á byggingatímanum sem erfitt er að útskýra en hægt er að lesa um það hér fyrir neðan.
Meira

Jólalag dagsins - Á Norðurpólinn

Jólalag dagsins varð á vegi undirritaðs á lendum Fésbókar. Þar er á ferðinni Hljómsveitin Smóking sem gefur sig út fyrir að vera hress hljómsveit með fjölbreytt lagaval, snyrtilegan klæðaburð og mikið stuð á þeim viðburðum sem leikið er á.
Meira

Tónlistarveisla beint í æð beint úr Bifröst í kvöld

Það styttist óðfluga í að ungt og sprækt tónlistarfólk þrammi á svið í Bifröst og streymi jólin heim til þeirra sem hlýða vilja. Tónleikarnir, sem Feykir hefur áður sagt frá, kallast Jólin heima og verður opnað fyrir streymið kl. 19:30. Streymið er hægt að nálgast á YouTube síðunni TindastóllTV eða á heimasíðunni tindastolltv.com.
Meira