Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum í Skagafirði

Hluti félaga í Hjólreiðafélaginu Drangeyju á æfingu. Aðsend mynd.
Hluti félaga í Hjólreiðafélaginu Drangeyju á æfingu. Aðsend mynd.

Hjólreiðafélagið Drangey heldur Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum í Skagafirði á morgun, sunnudaginn 23. júní.

Í tilkynningu um keppnina segir:

Fyrsti flokkurinn verður ræstur kl. 7:30 og sá síðasti kl. 8:00, en flokkarnir fara mislangar vegalengdir. Að venju fara elite + U23 flokkar karla lengstu vegalengdina sem er 124 km. Þar af eru síðustu 16 km upp Þverárfjallsveg frá Sauðárkróki upp að skíðalyftunni í Tindastóli. Af þessum 16 verða síðustu 4 km mjög erfiðir þar sem brekkurnar upp í Tindastól eru ekkert lamb að leika sér við. Konur í elite + U23 fara 108 km og er endamarkið þeirra á Sauðárkróki þaðan sem allir flokkar eru ræstir. 

Aðrar upplýsingar um mótið er að finna á vef Hjólreiðasambands Íslands: http://hri.is/vidburdur/323

Frétt um mótið birtist í nýjasta tölublaði Feykis og einnig á Feyki.is: Íslandsmeistaramót í Skagafirði og tvö lið í WOW Cyclothon - Hjólreiðafélagið Drangey stendur í stórræðum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir