Deildarmeistararnir ljómuðu í Ljónagryfjunni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
28.04.2022
kl. 09.14
Ekki fór það nú svo að Tindastólsmenn þyrftu að brúka kúst og fæjó í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga í gærkvöldi þegar liðin áttust við í þriðja leik sínum í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Möguleikinn var fyrir hendi en heimamenn reyndust ekki hafa áhuga á því að fara í sumarfrí og voru einfaldlega betri en Stólarnir að þessu sinni og nældu í sanngjarnan sigur. Lokatölur voru 93-75 og það má því reikna með hamagangi og látum þegar liðin leiða saman hesta sína í fjórða leiknum sem fram fer í Síkinu nk. laugardagskvöld.
Meira