Íþróttir

Krakkaleikar Hvatar og Vilko haldnir í fyrsta sinn

Krakkaleikar Hvatar og Vilko voru haldnir í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sunnudaginn 26.mars. Á Facebook-síðu frjálsíþróttadeildar USAH segir að Krakkarleikarnir séu fyrir krakka á aldrinum 5/6 - 9 ára. Þetta var í fyrsta skipti sem Krakkaleikar Hvatar og Vilko voru haldnir og heppnuðust vel.
Meira

Það reyndist erfitt að halda sterkum hópi í vetur

„Ekki okkar besta frammistaða og hefði mátt vera mikið betri. En svona er boltinn, maður vinnur og tapar, áfram gakk,“ segir Eva Rún Dagsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í körfunni, aðspurð um frammistöðu Stólastúlkna í vetur, en árangur liðsins í 1. deildinni var ekki á pari við væntingar.
Meira

Síðustu þrír leikir tímabilsins reyndust Stólastúlkum engin happaþrenna

Kvennalið Tindastóls í körfunni kláraði tímabilið í vetur með því að spila þrjá leiki á einni viku og því miður töpuðust þeir allir. Það kom kannski ekki á óvart að liðið tapaði gegn toppliði Stjörnunnar og sterku liði KR en í fyrsta leik þessarar þrennu mættu Stólastúlkur liði Ármanns í leik sem átti að vera séns á að taka. Þá var hins vegar Jayla Johnson í leikbanni og gestirnir unnu öruggan sigur.
Meira

Skrifað undir samstarfsamning ULM 2023 á ársþingi UMSS

Á 103. ársþingi UMSS, sem haldið var fyrir skömmu, var m.a. skrifað undir samstarfsamning ULM 2023 sem fram fer á Sauðárkróki daganna 3.-6. ágúst nk. Þá voru veitt Silfurmerki ÍSÍ og Gullmerki UMFÍ.
Meira

Þriðji sigurinn í röð í Lengjubikarnum

Stólastúlkur spiluðu síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í dag þegar þær sóttu lið Keflavíkur heim í Nettóhöllina. Bæði liðin verða með í slagnum í Bestu deild kvenna í sumar og undirbúningur fyrir mótið á síðustu metrunum. Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í Keflavíkinni og fór með sigur af hólmi, lokastaðan 1-3.
Meira

Vesturbæingar komu í dapurlega kveðjuferð í Síkið

Pavel leiddi í gærkvöldi sína gæðinga út í Síkið í leik gegn hans gömlu félögum í KR. Stórveldið svarthvíta má muna sinn fífil fegurri en gengi liðsins í vetur hefur verið vandræðalega lélegt og ljóst fyrir nokkru að liðið var fallið í 1. deild. Pavel brýndi fyrir sínum mönnum að mæta ekki værukærir til leiks því það kemur fyrir að fallnir drekar rísi upp á afturlappirnar fái þeir til þess tækifæri. Það fór svo að eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta var mátturinn með Stólunum það sem eftir lifði leiks og vilji og varnarleikur Vesturbæinga í mýflugumynd. Lokatölur 115-63.
Meira

Tvær úr Tindastóli valdar til æfinga hjá U15 kvenna í fótbolta

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna í fótbolta, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum sem fram fara í Miðgarði í Garðabæ 27.-29. mars nk. Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir í Tindastól eru þar á meðal.
Meira

Stólastúlkur unnu Mosfellinga í snjóbolta í Lengjubikarnum í gær

Stelpurnar í Tindastól tóku á móti Aftureldingu við afar krefjandi aðstæður á gervigrasinu á Sauðárkróki í gær er þær áttust við í lokaumferð Lengjudeildar í fótbolta. Stólar eiga reyndar eftir að spila frestaðan leik gegn Keflavíkurstúlkum sem fram á að fara um næstu helgi. Ökkladjúpur snjór, hríðarveður og kuldi er helsta lýsingin á aðstæðum sem boðið var upp á á Króknum að þessu sinni en það létu liðin ekki hafa áhrif á sig og léku af krafti. Sama má segja um alhörðustu stðnigsmennina sem klæddu sig eftir aðstæðum og studdu við bakið á heimastúlkum. Það skilaði sér því Stólarnir voru mun líklegri til að setja boltann í netið í fyrri hálfleik.
Meira

Vel spilaður leikur milli tveggja góðra liða sem lögðu allt í þetta, segir Pavel eftir leik gærkvöldsins

Það var á erfiðan völl að sækja fyrir Tindastól í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í gær er liðin áttust við í Subway-deildinni í körfubolta. Tvö hörku lið sem tókust á í jöfnum og spennandi leik og úrslit réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Þar höfðu heimamenn betur og unnu með þriggja stiga mun. Það var mikið í húfi fyrir bæði lið að landa sigri, fyrir Þór að tryggja sig í úrslitakeppnina og heimavallarétturinn mikilvægi fyrir Tindastól en fjögur efstu liðin fá þann rétt í úrslitakeppninni.
Meira

Tveir úr Tindastól í lokahóp landsliða KKÍ U16 og U18

Landsliðsþjálfarar KKÍ hafa valið og boðað sína leikmenn í landslið U15, U16 og U18 ára drengja og stúlkna fyrir sumarið sem framundan er. Þjálfararnir hafa valið þá leikmenn sem skipa 16 til 18 manna landsliðin en það er lokahópurinn sem tekur þátt í æfingum og verkefnum sumarsins. Tveir piltar úr Tindastól skipa hvorn sinn aldurflokkinn í landsliði Íslands 2023.
Meira