Meistaraefnin úr Keflavík stöðvuðu bikardrauma Stólastúlkna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.10.2022
kl. 19.28
Það verður ekki sagt að Stólastúlkur hafi haft heppnina með sér þegar dregið var í VÍS bikarnum nú í haust því ekki var nóg með að lið Tindastóls þyrfti að spila á útivelli heldur dróst liðið á móti liði Keflavíkur sem enn hefur ekki tapað leik í Subway-deild kvenna. Það er skemmst frá því að segja að heimastúlkur reyndust sterkari aðilinn í leiknum og unnu hann af öryggi. Lokatölur 88-52 og lið Tindastóls því úr leik í VÍS bikarnum.
Meira