Frábær lið og fallegir dómarar í Síkinu í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.01.2023
kl. 14.00
Áfram heldur körfuboltinn að skoppa og í kvöld er sannkallaður stórleikur í Síkinu því þá mæta Keflvíkingar í heimsókn. Subway-deildin er jöfn og skemmtileg og aðeins Íslandsmeistarar Vals sem virðast vart tapa leik. Lið Keflavíkur er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig að loknum ellefu leikjum en Stólarnir eru með 12 stig í sjöunda sæti og hafa ekki alveg fundið taktinn það sem af er móti en meiðsli og veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá okkar mönnum.
Meira
