Íþróttir

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við Taiwo Hassan Badmus

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Taiwo Hassan Badmus að leika annað tímabil með Tindastól.
Meira

Jafntefli í Lengjudeildinni

Stólastúlkur gerðu jafntefli gegn Fjarðab/Höttur/Leiknir í lengjudeild kvenna á Sauðárkróksvelli í dag.
Meira

Kormákur/Hvöt tapa fyrir Víði

Kormákur/Hvöt tapaði 5-1 fyrir Víði á Nesfisk-vellinum í dag.
Meira

Tindastóll í toppsætið í B-riðli 4. deildar

Það var aldrei spurning hvernig færi þegar Tindastóll og RB, topp liðin í B-riðli 4. deildar fyrr í dag.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við Adomas Drungilas

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Adomas Drungilas um að leika með Tindastól næsta tímabil. Drungilas þekkja allir en hann varð Íslandsmeistari með Þór Þorlákshöfn vorið 2021.
Meira

Fjallmyndarlegur sigur Tindastóls á Ásvöllum

Lið Tindastóls lék fjórða leik sinni í B-riðli 4. deildar í gær en þá mættu strákarnir liði KÁ á Ásvöllum í Hafnarfirði en þeir KÁ-menn eru b-lið Hauka. Stólarnir náðu yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik og unnu að lokum öruggan 0-5 sigur og komu sér betur fyrir í toppbaráttu riðilsins sem er bísna sterkur.
Meira

Eyjapiltar höfðu betur á Blönduósi

Fyrsti leikurinn á Blönduósvelli þetta sumarið fór fram í gær þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti KFS úr Vestmannaeyjum. Lið Eyjapilta reyndist Tindastólsmönnum erfitt viðureignar í 3. deildinni í fyrra og það fór svo að Húnvetningar lentu sömuleiðis í basli með vel spilandi gestina og máttu þola tap, lokatölur 1-2.
Meira

Sterkur sigur Stólastúlkna á Víkingum

Lið Tindastóls í Lengjudeild kvenna hélt suður í höfuðborgina í dag en þar beið þeirra sterkt lið Víkingsstúlkna sem spáð var einu af tveimur efstu sætum deildarinnar fyrir tímabilið. Úr varð hörkuleikur þar sem bæði lið sóttu til sigurs og það reyndust Stólastúlkur sem kláruðu dæmið, sýndu góðan karakter eftir að hafa lent undir snemma leiks og fögnuðu öflugum 1-2 sigri.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við leikmenn

Í dag, á Gránu, skrifaði körfuknattleiksdeild Tindastóls undir samninga við nokkra leikmenn. Allt eru þetta kunnugleg andlit og sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, að stefnan væri að vera með sama lið og var, eða svona því sem næst.
Meira

Jóhanna María úr Tindastól Íslandsmeistari í júdó

Þann 21. maí síðastliðinn fór Íslandsmeistaramót yngri flokka í júdó fram hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík. Þar var keppt í aldursflokkunum U13, U15, U18 og U21. Þátttakendur voru alls 57 talsins eða 49 drengir en aðeins átta stúlkur.
Meira