Góð byrjun Tindastóls og loksins sigur gegn Val
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.10.2021
kl. 15.24
„Ég reikna með að við spilum vörn í vetur og sendum boltann á milli,“ svaraði Baldur Þór spurningu Stöð2Sport fyrir fyrsta leik Tindastóls í Subway-deildinni þennan veturinn. Með þessu svari hefur hann örugglega glatt alla stuðningsmenn Stólanna sem flestir voru ókátir með spilamennsku liðsins á síðasta tímabili. Andstæðingar Tindastóls í fyrsta leik voru Valsmenn og þó leikur Tindastóls hafi ekki verið fullkominn þá var spiluð hörkuvörn, boltinn var hreyfður vel og leikgleði og vilji leikmanna var smitandi. Niðurstaðan var góður 76-62 sigur og fín byrjun á mótinu.
Meira