Valsmenn náðu í sigur í naglbít
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.05.2022
kl. 13.33
Í gærkvöldi mættust Valur og Tindastóll í fyrsta leik einvígis liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Stuðningsmenn beggja liða létu sig ekki vanta en það þurfti víst að magna upp stemninguna Valsmegin með græjum í tilraun til að yfirgnæfa Grettismenn og aðra með taktföst Tindastólshjörtu. Leikurinn reyndist hin mesta skemmtun nema kannski fyrir þá sem þola illa spennu og læti. Það voru hins vegar heimamenn í Val sem náðu í nauman sigur, 80-79, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 37-34, og mæta því til leiks í Síkið nk. mánudag með mikilvægan sigur í mælaborðinu.
Meira