Lið Keflavíkur gerði eina markið á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.08.2021
kl. 21.20
Það var hart barist í kvöld á Sauðárkróksvelli þegar lið Tindastóls tók á móti Keflvíkingum í miklum fallbaráttuslag. Stólastúlkur þurftu nauðsynlega að vinna leikinn til að koma sér úr botnsætinu og auka möguleika sína á að halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni. Eina mark leiksins kom snemma og það voru gestirnir sem gerðu það og fóru langt með að tryggja sæti sitt í efstu deild. Lokatölur 0-1 og staða Tindastóls orðin strembin svo ekki sé meira sagt.
Meira