Stefnir í flotta skíðahelgi í Tindastólnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
02.12.2021
kl. 16.53
Framundan er þriðja opnunarhelgin á skíðasvæðinu í Tindastólnum. „Það hefur verið frábær mæting síðustu tvær helgar,“ sagði Sigurður Hauksson, forstöðumaður svæðisins, þegar Feykir hafði samband. „Við tókum á móti fyrsta gönguskíðahópnum 13. nóvember og opnuðum neðri lyftuna viku síðar. Mikill snjór er á svæðinu og hafa æfingahópar nýtt sér opnunina og komið hverja helgi.“
Meira