Íþróttir

Bæði körfubolti og fótbolti á Króknum í kvöld

Fyrsti körfuboltaleikur tímabilsins á Króknum fer fram í kvöld en þá mætast lið Tindastóls og Breiðablik b í 1. deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna og styðja Stólastúlkur til sigurs. Þá spilar 2. flokkur kvenna Tindastóls/Hvatar/Kormáks við Reykjanesúrvalið og hefst sá leikur stundarfjórðungi síðar.
Meira

Erfiðir mótherjar Tindastólsliðanna í VÍS BIKARNUM

Það verður kannski ekki sagt að lið Tindastóls hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í VÍS BIKARNUM í körfuknattleik í höfuðstöðvum VÍS í gær. Níu leikir verða spilaðir í 32 liða úrslitum og þar af tvær innbyrðisviðureignir úrvalsdeildarliða. Önnur þeirra verður í Síkinu en Stólarnir fá lið Hauka í heimsókn. Stólastúlkur þurfa að skjótast í Reykjanesbæ í 16 liða úrslitum þar sem úrvalsdeildarlið Keflavíkur bíður þeirra. Ætli VÍS bjóði engar tryggingar fyrir svona drætti?
Meira

Arnar Geir gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum riðil í pílunni

Keppni í Úrvalsdeildinni í pílukasti hófst á Bullseye við Snorrabrautina í Reykjavík í gærkvöldi en þá kepptu þeir fjórir kappar sem skipa riðil 1. Nýlega stofnuð pílu- og bogfimideild Tindastóls átti þar einn keppanda því Arnar Geir Hjartarson, sem fór að daðra við pílurnar fyrir tveimur árum, var mættur til leiks. Hann stimplaði sig rækilega inn því kappinn gerði sér lítið fyrir og sýndi stáltaugar þegar hann sigraði alla þrjá andstæðinga sína í riðlinum; tvo landsliðsmenn og núverandi landsliðsþjálfara.
Meira

Elísa Bríet valin í U15 landsliðshóp Íslands

Í dag kom tilkynnti KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands) hverjir skipa hóp U15 kvenna fyrir UEFA Development mótið sem fram fer í Póllandi dagana 2.-9. október. Þjálfari liðsins er Ólafur Ingi Skúlason og hann valdi 20 leikmenn til þátttöku fyrir Íslands hönd. Ein stúlknanna í hópnum er Elísa Bríet Björnsdóttir frá Skagaströnd , alin upp hjá Umf. Fram en skipti yfir í Tindastól síðasta vetur.
Meira

„Synda, synda, Tindastóll!“

Sunddeild Tindastóls vinnur nú í því að efla starf deildarinnar enn frekar, bæði með aukinni fræðslu fyrir þjálfarana sem og að bjóða sem flestum að koma og prófa að mæta á æfingar.
Meira

Jónas og Hannah valin best í meistaraflokkum Tindastóls

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram sl. laugardagskvöld í Ljósheimum. Mikið var um dýrðir, matur, ræður, gamanmál og að sjálfsögðu verðlaunaveitingar. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ og fyrrverandi leikmaður og þjálfari Tindastóls, heiðraði samkomuna með nærveru sinni en hún var mætt á Krókinn daginn áður til að veita sigurvegurum Lengjudeildar kvenna verðlaunabikar eftir úrslitaleik Tindastóls og FH.
Meira

Arnar Geir valinn í úrvalsdeildina í pílukasti

Arnar Geir Hjartarson, leikmaður Pílu og bogfimideildar Tindastóls, er í hópi 16 pílukastara sem hafa verið valdir til að taka þátt í úrvalsdeildinni í pílukasti 2022 sem hefst á miðvikudaginn. Spilað verður á Bullseye, Snorrabraut 34 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í haust. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Arnar að vera valinn og frábært fyrir píluna á Sauðárkróki. Líka þar sem Pílan er tiltölulega nýtt sport á Króknum,“ skrifar Indriði Ragnar Grétarsson formaður á Facebooksíðu deildarinnar.
Meira

Lið Húnvetninga tryggði sætið í 3. deildinni með öruggum sigri

Síðasta umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu fór fram á laugardaginn. Lið Kormáks/Hvatar var í tæknilegri fallhættu því ef allt færi á langversta veg þá átti lið Vængja Júpíterst möguleika á að skríða upp fyrir Húnvetningana. Svo fór að sjálfsögðu ekki því K/H tók völdin gegn liði KH strax í byrjun leiks og endaði í níunda sæti 3. deildar þegar upp var staðið. Lokatölur í leik þeirra gegn botnliði KH voru 3-0.
Meira

Stórmeistarajafntefli á Króknum en FH-liðið fór heim með bikarinn

Frábærri keppni í Lengjudeild kvenna lauk í kvöld en þá var heil umferð spiluð. Toppliðin tvö sem þegar höfðu tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári mættust á Sauðárkróksvelli í bráðskemmtilegum baráttuleik. Fisk Seafood bauð stuðningsmönnum liðanna á völlinn og alls ekki víst að það hafi fleiri mætt á fótboltaleik á Króknum áður. Lið FH hafði stigs forskot á Stólastúlkur fyrir leikinn og því ljóst að heimaliðið þurfti sigur ætluðu þær sér Lengjudeildartitilinn. Niðurstaðan varð hins annað jafntefli liðanna í sumar, að þessu sinni 2-2, og FH fagnaði því í leikslok.
Meira

Sveitarstjórnarkonur flagga fyrir meistaraflokki kvenna

Það er stór dagur í knattspyrnuheiminum í dag, alla vega í hugum margra Norðlendinga, þar sem baráttan um efsta sætið í Lengjudeildinni fer fram og þar með sigur í deildinni. Af því tilefni tóku nokkrar galvaskar konur úr sveitarstjórn Skagafjarðar það að sér, fyrir hönd sveitarstjórnar, að flagga fyrir stelpunum á ljósastaurum Skagfirðingabrautar við íþróttasvæðið.
Meira