Lið Afríku átti ekki séns gegn Stólunum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.05.2022
kl. 21.33
Tindastólsmenn heimsóttu Afríku í dag á OnePlus völlinn en þeir Afríkumenn hafa lengi baslað í 4. deildinni. Þeir náðu að halda aftur af Stólunum fyrsta hálftímann en staðan var 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik opnuðust hins vegar flóðgáttirnar og gestirnir bættu við tíu mörkum. Donni þjálfari var hæstánægður með framlag Spánverjans Basi sem leikur í fremstu víglínu en kappinn gerði fimm mörk og lagði upp þrjú til viðbótar. Lokatölur semsagt 0-12 og góður sigur staðreynd.
Meira