Fall staðreynd eftir tap gegn Stjörnunni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
12.09.2021
kl. 19.59
Stólastúlkur spiluðu síðasta leik sinn í efstu deild í bili í dag þegar lið Stjörnunnar úr Garðabæ kom í heimsókn á Krókinn. Ljóst var fyrir leikinn að það var nánast eins og að biðja um kraftaverk að ætlast til þess að lið Tindastóls héldi sæti sínu í efstu deild en það var þó veikur möguleiki. Stelpurnar börðust eins og ljón og gáfu allt í leikinn en gestirnir gáfu fá færi á sér og nýttu sér síðan örvæntingu heimastúlkna til að næla í sigurmark þegar lið Tindastóls var komið framar á völlinn. Lokatölur voru 1-2 fyrir Garðbæinga og því ljóst að Lengjudeildin tekur við hjá liði Tindastóls næsta sumar.
Meira