Íþróttir

Stólastúlkur áfram í 16 liða úrslitin í Mjólkurbikarnum

Tindastóll og ÍR mættust á Króknum í dag í 2. umferð Mjólkurbikars kvenna. Lið ÍR spilar í 2. deildinni en þar er keppni ekki enn hafin og það mátti því fyrirfram reikna með sigri Stólastúlkna þó að sjálfsögðu enginn leikur sé unnin fyrirfram. Það kom hins vegar á daginn að heimaliðið var töluvert sterkara en gekk illa að skapa sér dauðafæri. Mörkin létu þó sjá sig í síðari hálfleik og á endanum fór það svo að lið Tindastóls vann sanngjarnan 2-0 sigur og er því komið í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Meira

Húnvetningar sóttu sigur í Hafnarfjörðinn

Húnvetningar voru heldur betur í partýgírnum í gær; kosningar, Eurovision og fyrsti sigurinn í 3. deildinni varð að veruleika í Skessunni í Hafnarfirði þegar lið Kormáks/Hvatar gerði sér lítið fyrir og lagði heimamenn í ÍH að velli í hörkuleik. Sigurmarkið kom þegar skammt var til leiksloka og lokatölur úr Hafnarfirði 2-3.
Meira

Jafntefli hjá Stólunum í fyrsta leiknum

Lið Tindastóls spilaði fyrsta leik sinn í 4. deildinni í sumar á Króknum í dag en þá komu liðsmenn Knattspyrnufélags Kópavogs í heimsókn. Eins og vænta mátti þá voru þar engir aukvisar á ferð og úr varð spennuleikir þar sem hart var tekist á. Bæði lið áttu ágæta spretti en gestirnir pressuðu stíft síðustu mínútur leiksins eftir að hafa jafnað leikinn í 1-1 en sigurmark leit ekki dagsins ljós að þessu sinni og deildu liðin því stigunum.
Meira

Allt að verða uppselt á leikinn í Síkinu á sunnudag

Það er ýmislegt sem dregur að sér athyglina þessa helgina; sveitarstjórnarkosningar og Eurovision á laugardagskvöldið en hér á Norðurlandi vestra virðast nú flestir hafa hvað mestan áhuga á ævintýri Tindastóls í úrslitakeppninni í körfubolta og það þarf talsvert djúsi málefni til að skófla körfunni út af kaffistofuborðinu. Mbl.is greinir frá því að miðar á fjórða leikinn í einvígi Vals og Tindastóls, sem fram fer nú á sunnudagskvöldið, fóru í sölu í morgun á miðasölukerfinu Stubbi sem hrundi undan álaginu. Það er því næsta víst að það verði engir auðir og ógildir í Síkinu á sunnudag.
Meira

Áfram gakk!

Tindastólsmenn heimsóttu Valsmenn að Hlíðarenda í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Stólarnir áttu frábæran fyrri hálfleik og leiddu með 16 stigum í hálfleik. Valsmenn nörtuðu í forystuna í þriðja leikhluta en í þeim fjórða gekk hvorki né rak hjá okkar mönnum og Valsmenn sigu framúr á lokasekúndunum. Lokatölur 84-79 og Valsmenn því komnir með undirtökin að nýju.
Meira

Fínn sigur á Fylki í Lengjudeildinni

Stólastúlkur brunuðu í borgina í gær og parkeruðu við Wurth-völlinn í Árbænum þar sem lið Fylkis beið eftir þeim. Bæði lið spiluðu í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og máttu þola fall niður í Lengjudeildina skemmtilegu. Fyrir tímabilið var liði Tindastóls spáð þriðja sæti en Fylki því fimmta og það mátti því búast við hörkuslag. Sú varð og raunin þó aðeins eitt mark hafi litið dagsins ljós en það gerði lið Tindastóls og þrjú stig í baukinn.
Meira

Leikur Vals og Tindastóls sýndur í Króksbíói

Uppselt er á þriðja leik úrslita Subway deildar karla milli Vals og Tindastóls sem fram fer á morgun í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Af þeim sökum munu KKÍ kort ekki gilda á leikstað og ekki er lengur hægt að sækja miða á KKÍ kort í Stubb. Þeir aðilar sem þegar höfðu sótt sér miða í gegnum KKÍ kortin eiga gildan miða og geta notað hann á leikstað á morgun.
Meira

Stólarnir buðu upp á hnallþórur í Síkinu | UPPFÆRT

Tindastóll og Valur mættust í öðrum leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu í kvöld. Að venju var stemningin í ruglinu og Tindastólsmenn voru vel tengdir, náðu strax yfirhöndinni í leiknum og litu aldrei til baka. Strákarnir okkar leiddu með 19 stigum í hálfleik, 53-34, og náðu mest 24 stiga forystu í þriðja leikhluta. Valsmenn náðu muninum niður í tíu stig en Stólarnir náðu vopnum sínum á ný og með Pétur í algjöru eðalformi þá tóku þeir sigurinn. Lokatölur 91-75.
Meira

Síkið – er staðurinn!

ÞAÐ ER LEIKUR Í KVÖLD! Síkið er heimavöllur Tindastóls í körfunni. Andstæðingar Stólanna segja erfitt – en gaman – að mæta í Síkið, enda vanalega vel mætt á pallana og þegar mikið er undir eru svalirnar umhverfis völlinn þétt staðnar. Stólarnir þykja erfiðir heim að sækja og stemningin klikkar sjaldnast. Það má teljast fífldjarft að skella á einhverjum viðburði eða fundi á Sauðárkróki á sama tíma og Stólarnir spila í Síkinu. Ekki einu sinni Framsóknarfélagið mundi reyna það þó mikið lægi við.
Meira

Vængir Júpíters unnu nauman sigur á Kormáki/Hvöt

Keppni í 3. deildinni í knattspyrnu hófst í gær og þar spruttu Húnvetningar fram á Fjölnisvöllinn undir sameiginlegu merki Kormáks/Hvatar. Andstæðingarnir voru Vængir Júpíters sem er einskonar B-lið Fjölnis í Grafarvoginum reykvíska. Heimamenn náðu yfirhöndinni snemma leiks en gekk illa að hrista af sér nýliðina en það fór svo að lokatölur urðu 2-1 fyrir Grafarvogspiltana.
Meira