Stólastúlkur áfram í 16 liða úrslitin í Mjólkurbikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.05.2022
kl. 17.00
Tindastóll og ÍR mættust á Króknum í dag í 2. umferð Mjólkurbikars kvenna. Lið ÍR spilar í 2. deildinni en þar er keppni ekki enn hafin og það mátti því fyrirfram reikna með sigri Stólastúlkna þó að sjálfsögðu enginn leikur sé unnin fyrirfram. Það kom hins vegar á daginn að heimaliðið var töluvert sterkara en gekk illa að skapa sér dauðafæri. Mörkin létu þó sjá sig í síðari hálfleik og á endanum fór það svo að lið Tindastóls vann sanngjarnan 2-0 sigur og er því komið í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Meira