Ingvi Rafn með þrennu í mikilvægum sigurleik
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
25.06.2022
kl. 16.58
147 áhorfendur mættu á Blönduósvöll í dag og væntanlega hafa þeir flestir verið á bandi heimamanna í Kormáki/Hvöt sem tóku á móti Elliða úr Árbæ í 3. deildinni í knattspyrnu. Eftir fjóra tapleiki í röð var eiginlega alveg nauðsynlegt fyrir Húnvetningana að spyrna við fótum og krækja í sigur. Það var einmitt það sem þeir gerðu en úrslitin voru 3-2 og Ingvi Rafn Ingvarsson fór mikinn í leiknum og gerði öll þrjú mörk heimamanna.
Meira