Íþróttir

Króksmóti Tindastóls 2021 frestað

"Mótsstjórn hefur rætt ýmsar hugmyndir um útfærslur og tilfærslur en ljóst er að þátttakendur mótsins eru ungir og óvarðir gegn þeim faraldri sem við stöndum frammi fyrir og velverð barnanna í fyrirrúmi í okkar ákvörðun."
Meira

Rok, rigning og núll stig í Eyjum

Stelpurnar okkar í Tindastóli skelltu sér til Vestmannaeyja í gær til að spila gegn ÍBV í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Stólastelpur höfðu í leiknum á undan unnið frækinn sigur á liði Fylkis og með þeim sigri komst liðið upp úr fallsæti. Þær náðu ekki alveg að fylgja sigrinum frá seinasta leik eftir og töpuðu 2-1 gegn sterku liði ÍBV á erfiðum útivelli.
Meira

Leikmenn Kormáks/Hvatar á eldi ... í Húnaþingi

Lið Kormáks/Hvatar og Vatnalilja mættust í 11. umferð D-riðils 4. deildar á Hvammstanga í gær og má segja að heimamenn hafi verið á eldi – gerðu fimm mörk án þess að gestirnir úr Kópavogi gætu svarað fyrir sig. Önnur úrslit urðu til að bæta enn stöðu Húnvetninga í baráttunni um sæti í úrslitakeppni.
Meira

Gestrisnin í fyrirrúmi hjá Tindastólsmönnum

Lið Tindastóls og KFG mættust á Sauðárkróksvelli í dag í 3. deildinni. Lið Tindastóls er nú í bullandi fallbaráttu og það var því skarð fyrir skildi að nokkra sterka leikmenn vantaði í hópinn í dag. Heimamenn grófu sér sína eigin gröf með því að gefa þrjú mörk á sjö mínútna kafla í upphafi leiks og þrátt fyrir að spila á löngum köflum ágætan fótbolta voru Tindastólsmenn aldrei líklegir til að krafsa sig upp. Lokatölur 1–4 fyrir Garðbæinga.
Meira

Karlafótbolti á Króknum og Hvammstanga í dag

Nú fer að styttast í afturendann á keppnistímabili tuðrusparkara og í dag fara fram tveir leikir á Norðurlandi vestra. Fyrst mæta Tindastólsmenn glaðbeittum Garðbæingum á Sauðárkróksvelli í 13. umferð 3. deildarinnar og seinni part dags mætir Kormákur/Hvöt vinalegum Vatnaliljum í D-riðli 4. deildar en leikurinn fer fram á Kirkjuhvammsvelli.
Meira

Tuðrusparkarar bætast í hópa norðanliðanna

Leikmannaglugginn er galopinn í fótboltanum og norðanliðin hafa verið að leitast eftir því að styrkja sig fyrir lokaátökin framundan. Tveir leikmenn hafa gengið til liðs við karlalið Tindastóls og sömuleiðis hafa tveir kappar bæst í hópinn hjá Kormáki/Hvöt. Áður hefur verið sagt frá viðbótinni sem Stólastúlkur fengu.
Meira

Lykilmenn mfl. Tindastólskvenna í körfu skipta yfir í Þór Akureyri

Það hefur vakið athygli í sumar að lykilmenn meistaraflokks Tindastólskvenna í körfubolta hafa verið að skrifa undir hjá nágrönnum okkar í Þór Akureyri. Nú síðast í gær bárust þær fréttir að Marín Lind Ágústsdóttir hafi skrifað undir hjá Akureyrarliðinu.
Meira

Stólastúlkur úr fallsæti eftir seiglusigur á Árbæingum

Tindastóll og Fylkir mættust í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna á Króknum í gær. Leikurinn var því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið og úr varð sæmilegasti naglbítur en eftir að Stólastúlkur náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik minnkuðu Fylkisstúlkur muninn í síðari hálfleik og sóttu hart að marki Tindastóls á lokakaflanum. Gestirnir náðu þó ekki að jafna og lið Tindastóls fagnaði dýrmætum sigri og lyfti sér upp í áttunda sæti deildarinnar og þar með úr fallsæti. Lokatölu 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Nýir og endurnýjaðir samningar hjá meistaraflokki kvenna í körfu

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við nýja og efnilega leikmenn, sem og endurnýjað samninga í meistaraflokki kvenna.
Meira

Anna Karen í þriðja sæti í unglingamótaröð GSÍ

Frábært veður var báða dagana sem unglingamótaröð GSÍ fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 17. – 18. júlí sl. Mikill vindur var þó fyrstu 13 holurnar seinni daginn, sem gerði keppnina mjög krefjandi og einnig var hitinn mikill á meðan keppni stóð, á milli 23-24 gráður. Anna Karen Hjartardóttir í Golfklúbbi Skagafjarðar stóð sig vel á mótinu og endaði í þriðja sæti á 163 höggum.
Meira