Íþróttir

Stólarnir á toppnum með 14 stig í koppnum...

Tindastólsmenn tróðust suður í sollinn í dag og mættu SR-ingum á Þróttarvellinum í borgarblíðunni. Fyrir leik stóðu Stólar á toppi B-riðils 4. deildarinnar með ellefu stig en lið SR var um miðjan riðil með sjö stig. Eftir að hafa skotið gestunum skelk í bringu á upphafsmínútunum réttu Donni og félagar kúrsinn og kræktu í stigin þrjú sem í boði voru. Lokatölur reyndust 3-5 og Stólarnir nú með 14 stig og enn taplausir í riðlinum.
Meira

Eyfirðingar reyndust sterkari þegar þeir mættu Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar heimsótti Dalvík í gær þar sem sameinaðir Húnvetningar mættu sameinuðum Árskógsstrendingum og Dalvíkingum. Heimamenn hafa farið vel af stað í 3. deildinni og tróna á toppnum eftirsótta. Þeir slógu ekkert af í gærkvöldi og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu 25 mínútunum. Þegar upp var staðið höfðu þeir sigrað 4-2 og sendu Kormák/Hvöt niður í fallsæti.
Meira

Maddie Sutton til Akureyrar

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við bandaríska framherjann Maddie Sutton um að leika með liðinu í 1. deild kvenna næsta tímabil og verður þar af leiðandi ekki með Tindastól á næsta tímabili
Meira

Bess ekki með Tindastól á næsta tímabili

Bakvörður Tindastóls í Subway deild karla Javon Bess mun ekki verða með liðinu á næstu leiktíð.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við Taiwo Hassan Badmus

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Taiwo Hassan Badmus að leika annað tímabil með Tindastól.
Meira

Jafntefli í Lengjudeildinni

Stólastúlkur gerðu jafntefli gegn Fjarðab/Höttur/Leiknir í lengjudeild kvenna á Sauðárkróksvelli í dag.
Meira

Kormákur/Hvöt tapa fyrir Víði

Kormákur/Hvöt tapaði 5-1 fyrir Víði á Nesfisk-vellinum í dag.
Meira

Tindastóll í toppsætið í B-riðli 4. deildar

Það var aldrei spurning hvernig færi þegar Tindastóll og RB, topp liðin í B-riðli 4. deildar fyrr í dag.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við Adomas Drungilas

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Adomas Drungilas um að leika með Tindastól næsta tímabil. Drungilas þekkja allir en hann varð Íslandsmeistari með Þór Þorlákshöfn vorið 2021.
Meira

Fjallmyndarlegur sigur Tindastóls á Ásvöllum

Lið Tindastóls lék fjórða leik sinni í B-riðli 4. deildar í gær en þá mættu strákarnir liði KÁ á Ásvöllum í Hafnarfirði en þeir KÁ-menn eru b-lið Hauka. Stólarnir náðu yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik og unnu að lokum öruggan 0-5 sigur og komu sér betur fyrir í toppbaráttu riðilsins sem er bísna sterkur.
Meira