Stólastúlkur hársbreidd frá sigri í Hafnarfirði
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.06.2022
kl. 08.49
Lið FH og Tindastóls mættust í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöldi í toppleik Lengjudeildarinnar. Bæði lið hafa verið sterk varnarlega í sumar og höfðu fyrir leikinn aðeins fengið á sig fjögur mörk og það má því segja að ekki hafi komið sérstaklega á óvart að lítið var skorað í leiknum. Lið Tindastóls komst yfir snemma í leiknum en heimastúlkur náðu að jafna um tíu mínútum fyrir leikslok og liðin deildu því stigunum. Lokatölur 1-1.
Meira
