Sveitir GSS stóðu sig vel á Íslandsmóti golfklúbba
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.07.2020
kl. 10.53
Um helgina fór fram keppni í karla- og kvennaflokki í Íslandsmóti golfklúbba. Sveitir GSS stóðu sig mjög vel í keppni við sterkar sveitir. Kvennasveitin varð í 6. sæti í efstu deild og karlasveitin í 6. sæti í annarri deild. Til að setja árangurinn í samhengi þá er rétt að geta þess að golf er næst vinsælasta íþrótt landsins meðal fullorðinna. Tugir þúsunda eru skráðir í golfklúbba og bestu einstaklingar hvers klúbbs keppa að jafnaði fyrir hönd hans á Íslandsmótinu.
Meira
