Jóhann Björn Sigurbjörnsson frjálsíþróttakappi - Glímir við erfið veikindi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.04.2020
kl. 11.27
Þann 18. febrúar síðastliðinn greindist frjálsíþróttagarpurinn úr UMSS, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, með Hodgkins eitlakrabbamein og hafa síðustu vikur farið í rannsóknir og undirbúning fyrir stífa lyfjameðferð sem hófst um miðjan mars. „Þetta er stórt verkefni sem ég þarf að takast á við og ætla ég að leggja mig allan fram við að klára það. Þar af leiðandi mun ég vera á hliðarlínunni við brautina í sumar, en við sjáumst þar síðar,“ skrifaði Jóhann á Facebooksíðu sína og þakkaði þann stuðning og hlýhug sem hann hafði notið frá vinum sínum. Feykir setti sig í samband við kappann og forvitnaðist örlítið um málið.
Meira