Íþróttir

Jóhann Björn Sigurbjörnsson frjálsíþróttakappi - Glímir við erfið veikindi

Þann 18. febrúar síðastliðinn greindist frjálsíþróttagarpurinn úr UMSS, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, með Hodgkins eitlakrabbamein og hafa síðustu vikur farið í rannsóknir og undirbúning fyrir stífa lyfjameðferð sem hófst um miðjan mars. „Þetta er stórt verkefni sem ég þarf að takast á við og ætla ég að leggja mig allan fram við að klára það. Þar af leiðandi mun ég vera á hliðarlínunni við brautina í sumar, en við sjáumst þar síðar,“ skrifaði Jóhann á Facebooksíðu sína og þakkaði þann stuðning og hlýhug sem hann hafði notið frá vinum sínum. Feykir setti sig í samband við kappann og forvitnaðist örlítið um málið.
Meira

Tindastóll kynnir körfuboltabúðir á Króknum í ágúst

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er ekki af baki dottin og kynnir nú Körfuboltabúðir Tindastóls sem verða haldnar á Sauðárkróki dagana 11.-16. ágúst næstkomandi. Búðirnar eru hugsaðar fyrir leikmenn á aldrinum 9-18 ára (fædda á árunum 2002-2011) og bæði drengi og stúlkur. Yfirþjálfari Körfuknattleiksbúða Tindastóls verður Baldur Þór Ragnarsson.
Meira

Tindastóll selur inn á draugaleiki

Að öllu eðlilegu væri úrslitakeppni Dominos deildarinnar í körfubolta í hámarki þessa dagana og félögin að fá tekjur inn í reksturinn sem þeim eru mikilvægar svo allt gangi eins og á að gera. En vegna Covid 19 verður tímabilið 2019/2020 ekki klárað og því enginn úrslitakeppni en fólk getur samt lagt sitt af mörkum og keypt sig inn á draugaleiki.
Meira

Vill að íþróttastarf liggi niðri í samkomubanni

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, leggur áherslu á að allt íþróttastarf eigi að liggja niðri á meðan samkomubannið er í gildi og segir á heimasíðu UMFÍ að borist hafi vísbendingar um að íþróttafólk félaga sé að stunda íþróttaæfingar úti í litlum hópum þrátt fyrir strangt samkomubann. Það finnst henni ekki til fyrirmyndar.
Meira

Tækniæfingar Tindastóls og Feykis

Þar sem engar hefðbundnar fótboltaæfingar eru í gangi þessa dagana hefur knattspyrnudeild Tindastóls ákveðið að hvetja unga iðkendur til að vera duglega að gera æfingar heimafyrir og meðfram því efnt til skemmtilegrar keppni til að hvetja krakkana til enn meiri dáða.
Meira

Aðalfundi Tindastóls frestað

Aðalfundi Tindastóls sem vera átti í kvöld klukkan 20:00 í Húsi frítímans hefur verið frestað þangað til 14 dögum eftir að sóttvarnarlæknir afléttir samkomubanni, hvenær sem það verður, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá aðalstjórn félagsins.
Meira

1150 milljóna kr. innspýting í menningu, íþróttir og rannsóknir

Mennta- og menningarmálaráðuneyti mun verja viðbótar 750 milljónum kr. í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum, til að sporna við efnahagsáhrifum COVID-19 faraldursins. Þá verður 400 milljónum kr. varið í rannsóknartengd verkefni. Alls er því um ræða 1.150 milljónir kr., sem koma til viðbótar við fjárveitingar í fjárlögum ársins 2020.
Meira

Allt íþróttastarf fellur niður

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.
Meira

„Is this normal!?!“

Nú er búið að slaufa körfuboltavertíðinni og væntanlega hefst baráttan á parketinu ekki á ný fyrr en með haustinu – þegar lífið og tilveran verður væntanlega komin í sitt gamla góða form á ný. Feykir hefur þó ekki enn gefist alveg upp á dripplinu og körfuboltabrasinu þennan veturinn og lagði því nokkrar laufléttar spurningar fyrir Tindastólskappann og landsliðsmanninn Pétur Rúnar Birgisson, sem enn og aftur sannaði mikilvægi sitt í liði Tindastóls í vetur.
Meira

Ekki kemur titillinn á Krókinn í vor

Í dag tók Körfuknattleikssamband Íslands ákvörðun þess efnis að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019/2020. Núverandi stöðutafla er því lokastaða Dominos-deilda og 1. deilda. Það þýðir að lið Tindastóls endaði tímabilið í þriðja sæti Dominos-deildar karla, sæti ofar en vinir okkar úr Vesturbænum. Það er nú alltaf gaman.
Meira