Íþróttir

Sveitir GSS stóðu sig vel á Íslandsmóti golfklúbba

Um helgina fór fram keppni í karla- og kvennaflokki í Íslandsmóti golfklúbba. Sveitir GSS stóðu sig mjög vel í keppni við sterkar sveitir. Kvennasveitin varð í 6. sæti í efstu deild og karlasveitin í 6. sæti í annarri deild. Til að setja árangurinn í samhengi þá er rétt að geta þess að golf er næst vinsælasta íþrótt landsins meðal fullorðinna. Tugir þúsunda eru skráðir í golfklúbba og bestu einstaklingar hvers klúbbs keppa að jafnaði fyrir hönd hans á Íslandsmótinu.
Meira

Stólarnir stálu stigi á Kópavogsvelli

57 áhorfendur sáu lið Tindastóls stela nettu stigi þegar strákarnir gerðu 3-3 jafntefli gegn liði Augnabliks í 3. deildinni í dag. Kópavogspiltarnir voru lengstum betra liðið en Stólarnir sýndu hörku karakter og neituðu að lúta í gras og uppskáru jöfnunarmark í uppbótartíma. Stig sem gæti reynst dýrmætt þegar talið verður upp úr kössunum í haust – eða þannig.
Meira

Sauðárkróksrallý um helgina

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallakstri fer fram í Skagafirði um næstu helgi eða laugardaginn 25. júlí. Keppendur verða ræstir frá Skagfirðingabúð á Sauðárkróki kl. 8 og munu koma í endamark um kl. 16:45 við stjórnstöð keppninnar sem verður við N1 á Sauðákróki. Eknar verða sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal og verða því vegir lokaðir fyrir almennri umferð þennan dag svo sem hér segir:
Meira

Þrenna frá Luke Rae tryggði þrjú stig

Karlalið Tindastóls mætti Elliða á Króknum í kvöld en þeir eru nokkurs konar b-lið Fylkis. Stólarnir fengur fljúgandi start en Luke Rae skilaði þrennu í hús á fyrsta hálftímanum. Leikurinn var þó jafn og spennandi en 3-1 sigur var þó sanngjarn þegar upp var staðið en lið Tindastóls fékk fín færi til að gulltryggja sigurinn í síðari hálfleik.
Meira

Murielle og María Dögg með þrennur

Tindastólsstúlkur tóku á móti liði Fjölnis úr Grafarvogi á KS-teppinu á Króknum í gærkvöldi. Yfirburðir heimastúlknanna voru miklir í leiknum, þær fengu mýgrút af færum og nýttu sjö þeirra en Murielle Tiernan og María Dögg Jóhannesdóttir gerðu báðar hat-trick. Með sigrinum fóru Stólastúlkur á topp Lengjudeildarinnar, eru með 16 stig eftir sex leiki en lið Keflavíkur á leik inni.
Meira

Aðalfundur júdódeildar Tindastóls

Júdódeild Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 22. júlí kl. 19:00 í matsal FNV. Allir velkomnir.
Meira

Jafnt í norðanrokinu í Þorlákshöfn

Tindastólspiltar renndu í Þorlákshöfn í dag og léku við lið Ægis á Þorlákshafnarvelli í norðanroki sem hafði mikil áhrif á spilamennsku liðanna. Niðurstaðan varð sú að liðin deildu stigunum, heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik en Tanner Sica gerði mark Stólanna í síðari hálfleik og lokatölurnar 1-1 en litlu mátti muna að Tindastólsmenn næðu sigurmarki í blálokin.
Meira

Þrjú stig sótt á Seltjarnarnesið

Stólastúlkur spiluðu á rennblautu Seltjarnarnesinu í gær þar sem þær mættu liði Gróttu sem var fyrir leik í fjórða sæti Lengjudeildarinnar, höfðu ekki tapað leik frekar en lið Tindastóls sem var í öðru sæti. Það var því sterkt hjá liði Tindastóls að sækja sigur á Vivaldi-völlinn og koma sér enn betur fyrir í öðru af toppsætum deildarinnar. Lokatölur voru 0-2.
Meira

Símamótið 2020

Um helgina fór Símamótið fram í Smáranum í Kópavogi. Má segja að það sé Íslandsmót stúlkna í fótbolta í 5., 6. og 7. flokki þar sem þetta er stærsta fótboltamót landsins. Keppendur voru um 2.400 í 370 liðum og hafa aldrei verið fleiri. Miklar breytingar voru gerðar á mótahaldi vegna COVID og í raun má segja að um þrjú aðskilin mót hafi verið að ræða. Flokkarnir voru hver á sér svæði og lítill sem enginn samgangur á milli þeirra svæða. Fjöldi áhorfenda var takmarkaður og aðgengi fullorðinna annarra en þjálfara og liðsstjóra var enginn inn á aðra viðburði mótsins. Þótti mótið takast vel og var ekki annað að sjá en að stúlkurnar fengju að njóta sín á vellinum.
Meira

Ísak Óli Traustason íþróttamaður Tindastóls 2019

Fyrr á árinu var íþróttamaður Tindastóls kosinn fyrir árið 2019 og að þessu sinni varð það Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður, sem varð fyrir valinu. Í tilkynningu frá Tindastóli segir að Ísak Óli hafi átt gott ár í frjálsum á síðasta ári og því vel að þessum titli kominn. Jafnframt hlaut Ísak Óli titilinn Íþróttamaður Skagafjarðar og Frjálsíþróttamaður Tindastóls árið 2019. Er hann því með þrennu eftir síðasta ár.
Meira