Góður sigur Stólanna í geggjuðum leik
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.07.2020
kl. 11.48
Það var boðið upp á úrvals skemmtun og háspennuleik á Sauðárkróksvelli í gær þegar lið Tindastóls og Sindra mættust á teppinu. Stólarnir byrjuðu leikinn vel og komust í 2-0 snemma en gestirnir minnkuðu muninn fyrir hlé. Þeir komust síðan yfir en lið Tindastóls girti sig í brók, skipti um gír og snéri leiknum sér í vil áður en yfir lauk. Niðurstaðan því mikilvægur 4-3 sigur og liðið er í þriðja sæti 3. deildar þegar fimm umferðum er lokið.
Meira
