Tilraun gerð með opnun þrektækjasalarins á Hvammstanga
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
17.08.2020
kl. 08.59
Þrektækjasalurinn í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra opnaði á ný sl. fötudag eftir Covid-19 lokun. Fyrirkomulagið verður með breyttu sniði vegna krafna Landlæknisembættisins um fjöldatakmarkanir, tveggja metra regluna og sóttvarnir. Þannig verður opið í lotum í eina og hálfa klukkustund og svo lokað í 30 mínútur á milli vegna þrifa.
Meira
