Íþróttir

Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli stóðu sig vel í Skólahreysti

Ungmenni á Norðurlandi vestra eru að jafnaði hraust og því kemur það ekki á óvart að tveir skólar af svæðinu hafi staðið sig með prýði í Skólahreysti þetta árið. Grunnskóli Húnaþings vestra varð í 4. sæti og Varmahlíðarskóli lenti í 7. sæti. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 31. maí að viðstöddu margmenni er átta skólar kepptu til úrslita. Lindaskóli úr Kópavogi varði titilinn síðan í fyrra, í öðru sæti varð Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Árbæjarskóli í því þriðja.
Meira

Það er snilld að fá fótboltann aftur

Þá er tuðrusparkið hafið á ný og um næstu helgi verður loks sparkað í bolta í fyrsta alvöru keppnisleik sumarsins hér á Norðurlandi vestra. Þá vill einmitt svo skemmtilega til að liðin tvö af svæðinu mætast í 1. umferð Mjólkurbikarsins á gervigrasinu á Króknum. Við erum semsagt að tala um að lið Tindastóls tekur á móti sameinuðu liði Kormáks/Hvatar sunnudaginn 7. júní kl. 14:00. Af þessu tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir þjálfara Tindastóls, Englendinginn James McDunough, sem hóf störf á Sauðárkróki fyrir tæpu ári.
Meira

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldinn fimmtudaginn 18. júní í Húsi frítímans og hefst klukkan 20:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Meira

Þrjár alíslenskar til liðs við Stólastúlkur

Feykir sagði í gær frá því að Stólastúlkur hefðu unnið glæsilegan sigur á liði Stjörnunnar í fyrsta æfingaleik sumarsins. Fjórar stúlkur þreyttu þar frumraun sína með liði Tindastóls og þar á meðal var markvörðurinn Amber Michel. Hinar þrjár eru alíslenskar en það eru þær Aldís María Jóhannesdóttir, Rósa Dís Stefánsdóttir og loks Hallgerður Kristjánsdóttir. Feykir bað Jón Stefán Jónsson, annan þjálfara Tindastóls, að segja lesendum aðeins frá þeim þremur.
Meira

Sumaræfingar í körfubolta

Þá er sumarið loksins smollið á að einhverju viti og þá þarf meðal annars að hafa ofan af fyrir börnum og unglingum. Körfuknattleiksdeild Tindastóls stendur fyrir sumaræfingum í körfubolta á fjögurra vikna tímabili, frá 15. júní til 9. júlí, en það er Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sem er umsjónarmaður námskeiðanna.
Meira

Stórsigur á Stjörnunni í fyrsta æfingaleik

Fótboltaþyrstir fá nú loks svalað þorsta sínum eftir samkomubann og tilheyrandi kórónuveiruklásúlur. Í gærkvöldi spilaði kvennalið Tindastóls fyrsta æfingaleik sumarsins og fór hann fram í Garðabæ þar sem gestgjafarnir voru Stjörnustúlkur. Þær reyndust ansi gestrisnar því lið Tindastóls gerði sex mörk en lið Stjörnunnar ekkert.
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra sigursæll í Skólahreysti

Keppni í Skólahreysti hófst á ný í gær þegar lið í tveimur riðlum háðu keppni í Laugardaldhöllinni. Keppnin er með nokkuð breyttu sniði í ár vegna áhrifa af COVID-19 en aðeins hafði tekist að ljúka keppni í tveimur riðlum, Norðurlandsriðli og Akureyrarriðli, áður en samkomubann skall á. Þeim skólum sem eftir áttu að keppa var raðað í fjóra riðla og munu síðari tveir riðlarnir keppa í dag.
Meira

Aðalfundur Tindastóls – Breytingar á skipun stjórnar

Vel var mætt á aðalfund Tindastóls sem haldinn var þann 18. maí sl. í Húsi frítímans. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf en bornar voru upp tillögur að lagabreytingum sem voru teknar fyrir og niðurstaða fékkst sem leiddi til þess að kosningu í stjórn aðalstjórnar Tindastóls var frestað. Stærsta breytingin er hvernig aðalstjórn skuli skipuð og kosið í hana.
Meira

Stofnfundur rafíþróttadeildar Tindastóls

Fimmtudaginn 4. júní klukkan 17:00 verður haldinn stofnfundur rafíþróttadeildar Tindastóls þar sem rafíþróttadeildin verður formlega stofnuð og stjórn kosin.
Meira

Skagfirðingur tekur við karlaliði KR í körfunni

Skagfirðingurinn Darri Freyr Atlason hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara karla í körfubolta og tekur við af hinum sigursæla þjálfara Inga Þór Steinþórssyni sem sagt var upp á dögunum. Sá átti tvö ár eftir af samningi sínum við Vesturbæjarliðið.
Meira