Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli stóðu sig vel í Skólahreysti
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
02.06.2020
kl. 13.57
Ungmenni á Norðurlandi vestra eru að jafnaði hraust og því kemur það ekki á óvart að tveir skólar af svæðinu hafi staðið sig með prýði í Skólahreysti þetta árið. Grunnskóli Húnaþings vestra varð í 4. sæti og Varmahlíðarskóli lenti í 7. sæti. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 31. maí að viðstöddu margmenni er átta skólar kepptu til úrslita. Lindaskóli úr Kópavogi varði titilinn síðan í fyrra, í öðru sæti varð Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Árbæjarskóli í því þriðja.
Meira