Íþróttir

Steinullarmót Tindastóls í 6. flokki kvenna í knattspyrnu fór fram um helgina í norðangolu og sól og blíðu

Um helgina fór fram stúlknamót Tindastóls á Sauðárkróki í knattspyrnu í 6. flokki kvenna sem að þessu sinni bar nafnið Steinullarmótið. Í ár mættu um 600 keppendur til leiks frá 22 liðum alls staðar að af landinu og léku í um 100 liðum. Er það á pari við fyrri ár og ekki merki um færri skráningar vegna covid.
Meira

Sanngjarn sigur á Vængjum Júpíters

Karlalið Tindastóls mætti í dag Vængjum Júpíters á Fjölnisvellinum í Reykjavík fyrir sunnan. Eftir pínu svekkjandi jafntefli í fyrsta leik var mikilvægt fyrir Stólana að koma sér í sigurgírinn í 3. deildinni og það var að sjálfsögðu það sem drengirnir gerðu. Þeir náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en gerðu sér pínu erfitt fyrir með því að gefa mark seint í leiknum. Lokatölur þó 1-2 og góður sigur staðreynd.
Meira

Jafntefli hjá Stólastúlkum og Keflvíkingum í hörkuleik

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í hörkuslag í kvöld á gervigrasinu á Króknum. Lið gestanna féll úr efstu deild í fyrra og fyrir mót var þeim spáð öruggum sigri í Lengjudeildinni í sumar en Stólastúlkum var spáð þriðja sæti. Það var því um stórleik að ræða og bæði lið reyndu hvað þau gátu til að knýja fram sigurmark allt fram á síðustu sekúndu en leikurinn endaði með sanngjörnu jafntefli, lokatölur 1-1.
Meira

Góð þátttaka í Byrðuhlaupi í bongóblíðu

Haldið var upp á 17. júní í bongóblíðu á Hólum en þar fór hið árlega Byrðuhlaup fram. 20 keppendur voru skráðir til leiks og að því loknu skemmti fólk sér konunglega í skrúðgöngu og leikjum.
Meira

Húnvetnskar fótboltastúlkur unnu Huginsbikarinn

Ellefu húnvetnskar fótboltastelpur héldu til Vestmannaeyja á dögunum þar sem þær tóku þátt í TM-mótinu en það er mót fyrir stúlkur í 5. flokki og fór það fram dagana 11.-13. júní sl. Liðið er samsett af stelpum úr Kormáki á Hvammstanga, Hvöt á Blönduósi og Fram á Skagaströnd sem æfa fótbolta á sínu heimasvæði en hittast svo af og til og taka æfingu saman.
Meira

Gróska í starfsemi Golfklúbbs Skagafjarðar

Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) hefur starfað frá árinu 1970 og verður því 50 ára á árinu 2020. GSS gegnir mikilvægu hlutverki í Sveitarfélaginu Skagafirði. Í fyrsta lagi fer fram öflugt barna- og unglingastarf í klúbbnum sumar sem vetur, í öðru lagi hentar golf sem áhugamál, félagsskapur og heilsubót fyrir fólk á öllum aldri og síðast en ekki síst er golf hluti af ferðamennsku og golfarar heimsækja Skagafjörð gagngert til þess að spila golf. Félagar í GSS eru um 200 talsins. Afmælisrit kemur út í vikunni með fjölbreyttu efni. Meðal annars er ágrip af sögu klúbbsins, viðtöl við félagsmenn, greinar o.fl.
Meira

Sólstöðumót GSS

Sólstöðumót GSS fór fram laugardagskvöldið 20. júní í fínu veðri. Mótið hófst kl 21 og spilaðar voru níu holur. Veður var gott og skorið sömuleiðis. Þátttaka var frábær, 30 manns. Margrét Helga Hallsdóttir fór með sigur af hólmi og fékk sérsniðinn bikar.
Meira

Skellur í Eyjum og Stólarnir mjólkurlausir út árið

Þriðja umferðin í Mjólkurbikar karla hófst í kvöld með leik ÍBV og Tindastóls í Eyjum. Eylingar voru talsvert sterkari í leiknum, enda eitt besta lið Lengjudeildarinnar, en það var þó sérstakega síðasti hálftími leiksins sem reyndist 3. deildar liði Stólanna erfiður og flóðgáttir opnuðust. Frammistaða gestanna var með ágætum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu þó 1-0 að honum loknum. Þeir bættu við sex mörkum í þeim síðari og lokatölur því 7-0.
Meira

Jafntefli hjá norðanliðunum um helgina

Keppni hófst í 3. og 4. deild karla í knattspyrnu nú á dögunum. Tindastólsmenn áttu heimaleik gegn Austlendingum í sameiniðu liði Hugins/Hattar en lið Kormáks/Hvatar fór eitthvað suður á undirlendið og spilaði við Knattspyrnufélag Rangæinga á SS vellinum. Jafntefli varð niðurstaðan í báðum leikjunum.
Meira

Bilic er genginn í Val

Sinisa Bilic, sem lék með liði Tindastóls síðasta vetur og var einn öflugasti leikmaður Dominos-deildarinnar, hefur skrifað undir samning við Valsmenn. Sem kunnugt er þá tók Finnur Freyr Stefánsson, sem áður þjálfaði KR og gerði að margföldum meisturum, við liði Vals í vor og er Bilic fyrsti leikmaðurinn sem hann nælir í.
Meira