Íþróttir

Guðrún Helga nýr formaður USVH

Guðrún Helga Magnúsdóttir tók við formennsku Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga á 79. héraðsþingi sambandsins sem haldið var á Hvammstanga þann 15. júní síðastliðinn. Guðrún tekur við af Reimari Marteinssyni sem gegnt hefur formennsku síðastliðin sex ár. Guðrún Helga, sem er 23 ára gömul og búsett á Hvammstanga, er á meðal yngstu formanna sambandsaðila UMFÍ.
Meira

Stólastúlkur hefja Lengjudeildarbaráttuna með sigri

Lengjudeild kvenna, sú næstefsta í Íslandsmótinu, hófst í kvöld þegar stelpurnar í Tindastól sóttu Aftureldingu heim á Fagverksvellinum að Varmá í Mosfellsbæ og áttu norðanstúlkur harma að hefna frá fyrra ári. Fór svo að fullkomin hefnd náðist með tveggja marka sigri Stóla.
Meira

Kveður sunddeildina eftir 12 ára starf

„Hún er sunddeildin“ er oft sagt um Þorgerði Þórhallsdóttur, sundþjálfara og fráfarandi formann sunddeildar Tindastóls. Enda ekki skrýtið þar sem hún hefur lagt mikla vinnu í deildina og byggt hana upp síðustu ár. Þorgerður lét af störfum nýverið sem formaður deildarinnar og hefur smám saman verið að draga sig út úr sundstarfinu, enda búin að vera „kúturinn og korkurinn“ í deildinni síðustu 12 árin.
Meira

Opna KS mótið um helgina

Opna KS mótið var haldið á Hlíðarendavelli síðastliðinn laugardag. Þátttaka í mótinu var góð en alls skráðu 22 lið sig til leiks. Spilað var Texas Scramble liðakeppni.
Meira

Tveir sigrar Stóla í Mjólkurbikar

Það var kátt á gervigrasinu á Króknum í gær þegar meistaraflokkar Tindastóls unnu báða sína leiki í annarri umferð Mjólkurbikarskeppninnar og komu sér áfram í keppninni. Stelpurnar fengu Völsung frá Húsavík í heimsókn og strákarnir lið Samherja úr Eyjafirði en ljóst er að mótherjar næstu umferðar verða mun erfiðari. Stelpurnar mæta Pepsí-deildarliði KR syðra og strákarnir mæta ÍBV í Vestmannaeyjum en þeir leika í Lengju-deildinni í ár.
Meira

Golfnámskeið á Blönduósi um helgina

Golfáhugamenn á Blönduósi og nágrenni, jafnt byrjendur sem lengra komnir, ættu að geta átt skemmtilega helgi í vændum þegar boðið verður upp á mikið úrval námskeiða á golfvellinum í Vatnahverfi. Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur, verður á Blönduósi frá föstudegi til sunnudags og mun hann bjóða upp á fjögur námskeið, byrjendanámskeið, krakkanámskeið, hóp- og einkakennslu og námskeiðið Æfðu eins og atvinnukylfingur.
Meira

Stólarnir sterkari í grannaslagnum

Lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar mættust á Sauðárkróki í dag og var spilað við ágætar aðstæður. Rennislétt gervigras, 13 stiga hiti og pínu vindur. Þetta var fyrsti leikur beggja liða frá því í vetur en gæði leiksins voru engu að síður með ágætum og líkt og reikna mátti með í grannaslagnum þá var hvergi gefið eftir. Gestirnir vestan Vatnsskarðs voru 0-1 yfir í hálfleik en Stólarnir svöruðu með tveimur mörkum í síðari hálfleik og slógu því gestina út úr Mjólkurbikarnum. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Grannaslagur í Mjólkurbikarnum á morgun

Fyrsti alvöru fótboltaleikur sumarsins verður á morgun, sunnudag, þegar lið Tindastóls tekur á móti grönnum sínum í Kormáki/Hvöt. Leikurinn hefst kl. 14:00 á gervigrasinu á Sauðárkróki og er liður í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Reikna má með hörkuleik þó hvorugt liðið hafi spilað fótboltaleik síðan snemma árs og spurning hvort leikmenn verði eins og beljur að vori – eða þannig.
Meira

Körfuboltaskóli Norðurlands lýkur vetrarstarfinu

Vetrarstarfi Körfuboltaskóla Norðurlands lauk í gær með síðustu æfingu körfuboltaiðkenda á Blönduósi með heimsókn á Krókinn. Hafa þau æft reglulega í vetur en krakkar á Skagaströnd, Hvammstanga og Hólmavík hafa einnig notið leiðsagnar reyndra leikmanna undir forystu Helga Freys Margeirssonar sem kom skólanum á laggirnar. Að sögn Helga var æfingin skemmtilegur lokapunktur á fyrsta heila körfuboltatímabilinu á Blönduósi.
Meira

Stórleikur framundan hjá Stólastúlkum gegn liði Þórs/KA

Kvennalið Tindastóls er komið á fullt í undirbúningi fyrir keppni í 1. deild kvenna sem ber nú nafnið Lengjudeildin. Stelpurnar léku annan æfingaleik sinn á skömmum tíma í gær og var andstæðingurinn lið Hamranna sem leikur í 2. deildinni í sumar. Annað kvöld, fimmtudaginn 4. júní kl. 19:00, verður síðan fjör á gervigrasinu á Króknum þegar stelpurnar fá Pepsi Max-deldar lið Þórs/KA í heimsókn.
Meira