Íþróttir

„Í næsta leik verða allir fjórir okkar bestu leikhlutar“

Það er búið að ganga frekar brösuglega hjá Stólastúlkum í körfunni að undanförnu. Liðið var lengstum í einu af tveimur efstu sætum 1. deildar fram að jólum en sex tapleikir í röð hafa heldur slegið á bjartsýninina og er liðið nú í fimmta sæti. Feykir hafði samband við Árn Eggert Harðarson, þjálfara Tindastóls, og bað hann að fara yfir ástæður fyrir erfiðu gengi liðsins. Það er engan bilbug að finna á Árna sem er ánægður með framlag stelpnanna við erfiðar aðstæður og er hann bjartsýnn á framhaldið.
Meira

Tapleikir gegn Grindvíkingum

Kvennalið Tindastóls í körfunni spilaði tvo leiki við Grindavík-b um helgina og fóru báðir leikirnir fram í Mustad-höll Grindvíkinga. Stólastúlkur unnu báða heimaleiki sína gegn Suðurnesjastúlkunum hér heima en nú fór á annan veg því stelpurnar töpuðu í tvígang og hafa nú tapað sex leikjum í röð í 1. deildinni. Það munaði talsvert um að reynsluboltinn Petrúnella Skúladóttir var í liði heimastúlkna en hún skoraði grimmt og hirti fjölda frákasta.
Meira

Valsmenn kipptu fótunum undan Stólunum

Tindastóll og Valur mættust í Síkinu í gærkvöldi í 15. umferð Dominos-deildarinnar. Valsmenn hafa verið Stólunum erfiðir upp á síðkastið, töpuðu ósanngjarnt fyrir ári í Síkinu eftir framlengingu en unnu Stólana svo í framlengingu í haust. Stuðningsmenn Stólanna voru engu að síður bjartsýnir fyrir leikinn í gær, enda nýr kani liðsins, Deremy Geiger, loks kominn með leikheimild. Það dugði þó ekki til því Valsmenn, með Austin Bracey óstöðvandi, unnu og þurftu ekki framlengingu til að þessu sinni. Lokatölur 89-91 og lið Tindastóls hefur nú tapað þremur af fjórum leikjum sínum í janúar.
Meira

Deremy Terrell Geiger verður með Stólunum í kvöld

Leikur Tindastóls gegn Val í 15. umferð Domino’s deild karla fer fram klukkan 18:30 í Síkinu í kvöld. Stólarnir eiga harma að hefna þar sem Valsarar tóku fyrri leikinn eftir að Pavel setti niður langan þrist þegar tæpar þrjár sekúndur voru eftir í framlengingu og unnu 95-92. Það munu Stólar ekki láta gerast aftur. Allra nýjustu fréttir herma að Deremy Terrell Geiger sé kominn með leikheimild en ótrúlegar tafir hafa verið í kerfinu með þau mál fyrir kappann.
Meira

Tindastóll – Stjarnan :: Miðasala hafin á bikarleikinn

Miðasala á leik Tindastóls og Stjörnunnar í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ 12. febrúar nk. er hafin hjá TIX.is. Stuðningsmönnum Tindastóls er bent á að kaupa miða í gegnum körfuknattleiksdeildina en þá rennur allur hagnaður af þeirri miðasölu beint til hennar.
Meira

Konni farinn til Völsungs

Fyrirliði Tindastóls Konráð Freyr Sigurðsson, sem undanfarin ár hefur verið máttarstólpi í fótboltaliði Tindastóls, hefur samið við Völsung um að leika með liðinu komandi tímabil. Konni á að baki 120 meistaraflokksleiki fyrir Tindastól og Drangey og hefur skorað í þeim 15 mörk.
Meira

Stólarnir komnir í undanúrslit Geysis-bikarsins eftir laufléttan sigur á Þór

Það var reiknað með hörkuleik í gærkvöldi þegar lið Tindastóls og Þórs frá Akureyri mættust í átta liða úrslitum Geysis-bikarsins í Síkinu. Í öðrum leikhluta stungu Stólarnir granna sína frá Akureyri af og voru 20 stigum yfir í hálfleik og í síðari hálfleik náðu gestirnir aldrei að ógna liði Tindastóls sem bætti bara í frekar en hitt. Lokatölur 99-69 og það eru Stjörnumenn sem mæta liði Tindastóls í undanúrslitum í Laugardalshöll í febrúar.
Meira

Norðlenskur nágrannabikarbardagi í Síkinu

Það verður væntanlega hart barist í kvöld í Síkinu þegar lið Tindastóls og nágranna okkar í Þór Akureyri mætast í átta liða úrslitum Geysis-bikarsins. Sigurvegarinn hlýtur að launum miða á mögulega helgarferð í Laugardalshöllina þar sem undanúrslitaleikir og úrslitaleikur keppninnar fara fram um miðjan febrúar.
Meira

Tíu Norðvestlendingar á verðlaunapall á Stórmót ÍR í frjálsum

Hátt í 30 keppendur af Norðurlandi vestra tóku þátt í Stórmóti ÍR um helgina en tæplega 600 skráðu sig til leiks í hinum ýmsu keppnisgreinum. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum og mikið um persónulegar bætingar þó svo að keppnistímabilið sé rétt að hefjast en þær voru 468 talsins, eftir því sem kemur fram á heimasíðu ÍR. Tugur keppenda af Norðurlandi vestra komst á verðlaunapall.
Meira

Bikarleiknum frestað um sólarhring sökum ófærðar

Til stóð að lið Tindastóls og Þórs Akureyri leiddu saman hesta sína í Síkinu í kvöld í átta liða úrslitum Geysis-bikarsins. Nú er hins vegar ljóst að ákveðið hefur verið að fresta leiknum um sólarhring sökum ófærðar en Öxnadalsheiðin er lokuð og ekki útlit fyrir að veður skáni í dag.
Meira