Enn verður þriðji leikhlutinn Stólastúlkum að falli
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.01.2020
kl. 09.26
Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu á laugardag í mikilvægum leik í 1. deild kvenna í körfubolta. Nú er baráttan um sæti í úrslitakeppni 1. deildar í algleymingi og Tindastólsstúlkur mega ekki misstíga sig mikið ef þær ætla að eiga séns á einu af fjórum efstu sætum deildarinnar. Það var því skellur að tapa gegn Njarðvíkurstúlkum í leik sem var jafn og spennandi – nema í þriðja leikhluta þar sem gestirnir kaffærðu heimastúlkur og gerðu út um leikinn. Lokatölur 70-86.
Meira