Íþróttir

Aðalfundur Tindastóls – Breytingar á skipun stjórnar

Vel var mætt á aðalfund Tindastóls sem haldinn var þann 18. maí sl. í Húsi frítímans. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf en bornar voru upp tillögur að lagabreytingum sem voru teknar fyrir og niðurstaða fékkst sem leiddi til þess að kosningu í stjórn aðalstjórnar Tindastóls var frestað. Stærsta breytingin er hvernig aðalstjórn skuli skipuð og kosið í hana.
Meira

Stofnfundur rafíþróttadeildar Tindastóls

Fimmtudaginn 4. júní klukkan 17:00 verður haldinn stofnfundur rafíþróttadeildar Tindastóls þar sem rafíþróttadeildin verður formlega stofnuð og stjórn kosin.
Meira

Skagfirðingur tekur við karlaliði KR í körfunni

Skagfirðingurinn Darri Freyr Atlason hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara karla í körfubolta og tekur við af hinum sigursæla þjálfara Inga Þór Steinþórssyni sem sagt var upp á dögunum. Sá átti tvö ár eftir af samningi sínum við Vesturbæjarliðið.
Meira

Engir Smábæjaleikar í sumar

Smábæjaleikunum á Blönduósi hefur verið aflýst í sumar en leikarnir hafa verið haldnir 16 sinnum og jafnan verið vel mætt til leiks. Smábæjaleikarnir eru fyrir knattspyrnulið yngri flokka og á síðasta ári voru 62 lið skráð til keppni með um 400 þátttakendum. Þá voru um 300 aðstandendur í fylgdarliði leikmanna.
Meira

Uppbókað á nýliðanámskeið GSS

Félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar hafa verið duglegir við golfiðkun undanfarna daga en vegna Covid hafa nokkur atriði tekið breytingum frá því sem var. Þannig hafa holur verið grynnkaðar, óheimilt að snerta golfflögg og sandgryfjur eru hrífulausar. Búið er að opna á allar sumarflatir nema níundu, en það stendur til bóta fyrir mánaðamót.
Meira

Áskorendaleikur skilaði knattspyrnudeildinni hálfri milljón

Eins og allir hafa orðið varir við hefur íþróttalíf í gjörvöllum heiminum legið á hliðinni vegna Covid ástandsins sem enn vofir yfir okkur. Hefur þetta haft mikil áhrif á rekstur íþróttafélaga sem brugðist hafa við á ýmsan hátt. Þá hefur stuðningsfólk lagt sín lóð á vogarskálarnar og m.a. hrundið af stað áskorendaleikjum á Facebook.
Meira

„Mér finnst gaman að hjálpa þessu liði að ná eins langt og mögulegt er“

Feykir sagði frá því í síðustu viku að von væri á bandarísku stúlkunum þremur, sem spila með liði Tindastóls í sumar, til landsins. Það stóð heima og þær Murielle Tiernan, Jackie Altschuld og Amber Michel eru mættar á Krókinn og komnar í sóttkví. Við fengum Mur til að svara nokkrum spurningum af þessu tilefni.
Meira

Aðalfundur Tindastóls

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar mánudaginn 18. maí klukkan 17:00 í Húsi frítímans.
Meira

Könurnar að koma á Krókinn!

Það var mikil stemning í kringum kvennafótboltann hjá Tindastóli síðastliðið sumar, liðið var í raun hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild, og stefnan er sett hátt í sumar. Tindastóll hafði fyrir nokkru samið við þrjár bandarískar stúlkur og þrátt fyrir undarlegt ástand í heiminum og vandamál með að ferðast milli landa þá er samkvæmt heimildum Feykis góðar líkur á því að þær Mur, Jackie og Amber komi til landsins nú um helgina.
Meira

Þurfum alla þá hjálp sem við getum fengið

Í eðlilegu ástandi hefði boltinn verið farinn að rúlla sem aldrei fyrr enda fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls á laugardaginn eftir viku gegn Hetti/Hugin, samkvæmt upphaflegu plani. Stólastelpur áttu að hefja sitt tímabil í Mosfellsbænum gegn Aftureldingu 6. maí. Feyki lék forvitni á að vita hvernig staðan væri á fótboltanum hjá félaginu og lagði nokkrar spurningar fyrir Rúnar Rúnarsson, formann knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira